Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 18. ágúst 2021 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Sævar Atli skoraði í fimmta sigrinum í röð
Freysi og Sævar Atli ætla upp í efstu deild danska boltans.
Freysi og Sævar Atli ætla upp í efstu deild danska boltans.
Mynd: Lyngby
Davíð Kristján gekk í raðir Álasunds 2019.
Davíð Kristján gekk í raðir Álasunds 2019.
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Lyngby 4 - 2 F. Amager
1-0 M. Kaastrup ('15)
1-1 J. Johansson ('21)
2-1 M. Kaastrup ('55)
2-2 Fanye Toure ('57)
3-2 S. Ngabo ('66)
4-2 Sævar Atli Magnússon ('92)

Lyngby er með fullt hús stiga á toppi dönsku B-deildarinnar eftir fimm umferðir. Í dag spilaði liðið við Fremad Amager og vann góðan 4-2 sigur.

Freyr Alexandersson hefur farið gífurlega vel af stað með Lyngby og er liðið strax búið að skora sautján mörk. Hann fékk Sævar Atla Magnússon til Danmerkur og kom hann inn af bekknum í dag og skoraði.

Lyngby tók forystuna þrisvar áður en Sævari Atla var skipt inn af bekknum í stöðunni 3-2. Tæpum tíu mínútum síðar, í uppbótartíma venjulegs leiktíma, var hann búinn að innsigla sigurinn.

Lyngby er með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Fremad Amager er stigalaust á botninum.

Ålesund 1 - 1 Ranheim
0-1 F. Brattbakk ('5)
1-1 S. Haugen ('56, víti)

Davíð Kristján Ólafsson lék þá allan leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Álasundi sem tók á móti Ranheim í norsku B-deildinni.

Ranheim tók forystuna og voru gestirnir óheppnir að standa ekki uppi sem sigurvegarar.

Álasund er í harðri toppbaráttu um að komast aftur upp í efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner