Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Reyndi að hugsa ekki of mikið
Francisco Javier Munoz Bernal (Höttur)
Francisco Javier Munoz Bernal hér til vinstri. Félagi hans, Ignacio Gonzalez Martinez er með honum á myndinni.
Francisco Javier Munoz Bernal hér til vinstri. Félagi hans, Ignacio Gonzalez Martinez er með honum á myndinni.
Mynd: Höttur
Úr leik hjá Hetti í sumar.
Úr leik hjá Hetti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höttur vann 3-2 sigur á Völsungi í 2. deild karla síðastliðinn laugardag. Spánverjinn Francisco Javier Munoz Bernal skoraði tvö mörk, þar á meðal sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma og er hann leikmaður 21. umferðarinnar á Fótbolta.net.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, en við vissum það líka að ef við myndum spila saman sem lið þá gætum við náð í hagstæð úrslit. Og þannig var það," sagði sá spænski við Fótbolta.net.

„Það var mjög tilfinning að skora sigurmarkið, þetta er mitt besta augnablik síðan ég kom úr slæmum meiðslum á síðasta ári."

„Liðið átti þennan sigur skilið. Við höfum tapað stigum á síðustu mínútum leikja í sumar og við áttum skilið að það myndi detta með okkur núna."

Sigurmarkið skoraði Javi, eins og hann er kallaður, úr vítaspyrnu á 92. mínútu. Var hann stressaður áður en hann tók spyrnuna?

„Ég treysti á sjálfan mig, ég reyndi að hugsa ekki of mikið hvað ég væri að gera, ég varð bara að taka vítaspyrnuna og setja boltann í netið. Sem betur fer skoraði ég og liðið fékk þrjú stig."

Höttur er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti fyrir lokaumferðina. Mótherjinn í lokaumferðinni er topplið Afturelding á heimavelli.

„Þetta var mjög mikilvægur sigur. Við treystum á okkur, að við getum unnið næsta leik. Það mun allt velta á laugardeginum og við ætlum að reyna að klára leikinn. Ég treysti á sjálfan mig og liðsfélaga mína, við ætlum að ganga frá leiknum sem sigurvegarar."

Vill snúa aftur á næsta ári
Javi kom til Hattar fyrir tímabilið og honum líkar mjög vel við sig á Íslandi.

„Þetta hefur verið fallegt tímabil, öðruvísi en samt fallegt. Ég get sagt það að ég er ánægður með tímabilið. Ég hef alltaf verið tilbúinn fyrir þjálfarann, að hjálpa liðinu."

„Ísland hefur verið mikil og góð reynsla fyrir mig, fimm góðir mánuðir í mínu lífi."

„Ég vil snúa aftur á næsta tímabili. Ég fer héðan með gott bragð í munninum, auðvitað vil ég koma aftur á næsta ári," sagði Javi Munoz sem er kominn með 10 mörk í 21 leik í sumar.

Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic - Huginn
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Leikmaður 11. umferðar: Kristófer Melsteð - Grótta
Leikmaður 12. umferðar: Elvar Baldvinsson - Völsungur
Leikmaður 13. umferðar: Pétur Bjarnason - Vestri
Leikmaður 14. umferðar: J.C. Mack - Vestri
Leikmaður 15. umferðar: Mykolas Krasnovskis - Leiknir F.
Leikmaður 16. umferðar: Loic Ondo - Afturelding
Leikmaður 17. umferðar: Pétur Theodór Árnason - Grótta
Leikmaður 18. umferðar: Alexander Örn Kárason - Kári
Leikmaður 19. umferðar: Andri Freyr Jónasson - Afturelding
Leikmaður 20. umferðar: Baldur Ingimar Aðalsteinsson - Völsungur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner