Daniel Badu (Vestri)
Enski miðju- og varnarmaðurinn Daniel Osafo-Badu er leikmaður sjöundu umferðar 2. deildar karla eftir frammistöðu sína í 6-0 sigri Vestra á Gróttu.
„Ég er sammála því, þetta eru frábær úrslit, sérstaklega þar sem Grótta spilar einn besta fótbolta deildarinnar," sagði Daniel við Fótbolta.net um leikinn gegn Gróttu. Úrslitin komu á óvart í ljósi þess að Gróttu var spáð efsta sæti deildarinnar fyrir mót, af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar. Vestra hefur þá verið í ákveðnum vandræðum í upphafi móts.
„Þjálfarinn lagði leikinn upp mjög vel og hver leikmaður gaf sig allan fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt svar, ég veit það," sagði Daniel í léttu spjalli."
„Ég er sammála því, þetta eru frábær úrslit, sérstaklega þar sem Grótta spilar einn besta fótbolta deildarinnar," sagði Daniel við Fótbolta.net um leikinn gegn Gróttu. Úrslitin komu á óvart í ljósi þess að Gróttu var spáð efsta sæti deildarinnar fyrir mót, af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar. Vestra hefur þá verið í ákveðnum vandræðum í upphafi móts.
„Þjálfarinn lagði leikinn upp mjög vel og hver leikmaður gaf sig allan fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt svar, ég veit það," sagði Daniel í léttu spjalli."
Þetta var aðeins annar sigur Vestra í deildinni í sumar og er liðið með átta stig að sjö leikjum loknum í sjöunda sæti. Búist var við meira frá liðinu áður en mótið byrjaði.
„Það spila margir þættir inn í, eins og til dæmis meiðsli. Mér finnst líka enn eins og við séum að læra að vinna sem hópur. Það tekur tíma að byggja upp góðan liðsanda, við erum með nýjan þjálfara í ár og nýja leikmenn. Það er eðlilegt að við munum bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið."
Bjarni Jóhannsson tók við Vestra eftir síðasta tímabil þar sem liðið endaði í níunda sæti í 2. deildinni. Bjarni hefur mjög flotta ferilskrá og víðtæka reynslu úr efstu og næst efstu deild. Hann gerði ÍBV að Íslandsmeisturum 1997 og 1998. Daniel segist kunna mjög vel við Bjarna og hans aðferðir.
„Ég kann vel við hann, hann er góður gaur sem talar ekki í kringum hlutina, ég held að leikmennirnir virði það. Hann er að gera okkur að vinnusömum og öguðum hóp, hann ætlar að búa til góða liðsheild," segir Daniel.
Úrslitin hafa ekki öll verið frábær en þau koma með tímanum og þá munu allir sjá þá góðu vinnu sem hann er að skila."
„Okkar markmið er bara að gera áfram þá hluti sem urði til þess að við fengum þessi úrslit á miðvikudaginn og reyna að bæta það enn frekar fyrir næsta leik gegn Fjarðabyggð."
Stefnir á þjálfun í framtíðinni
Daniel þjálfaði lið Vestra ásamt því að spila með liðinu í fyrra. Hann var þjálfari Vestra ásamt Bosníumanninum Danimir Milkanovic sem var þó sagt upp störfum í júlímánuði í fyrra þar sem árangurinn þótti ekki ásættanlegur. Daniel hélt áfram með liðið en er í dag einunigs leikmaður meistaraflokks. Þrátt fyrir vonbrigðin í fyrra stefnir Daniel áfram á það að vera þjálfari í framtíðinni.
„Það var frábær reynsla fyrir mig að vinna með Danimir, manni sem veit svo mikið um leikinn. Við vorum ekki alltaf sammála og það olli nokkrum vandamálum. Ég var leikmaður og þjálfari og það hefði örugglega verið betra ef ég hefði einbeitt mér að öðru hvoru. Ég myndi gera hlutina öðruvísi við annað tækifæri."
„100%," segir Daniel aðspurður að því hvort hann stefni á þjálfun í framtíðinni. „Ég er í augnablikinu að sækja mér þjálfararéttindi hjá KSÍ."
„Ég verð 31 árs í desember. Ég nýt þess enn að æfa og spila fótbolta. Ég er ekki að flýta mér að hætta," segir hann enn frekar.
Daniel hefur aðeins spilað þrjá deildarleiki á þessu tímabili vegna hnémeiðsli en hann er allur að koma til sem eru gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Vestra.
„Hafði ekki hugmynd um hvernig Ísland var"
Daniel kom fyrst hingað til lands árið 2010 til að spila með Njarðvík. Hann lék einn leik með Njarðvík í 1. deildinni 2010 og lék einnig með Magna 2010 og 2011. Þaðan fór hann til BÍ/Bolungarvíkur árið 2012 og hefur nánast samfleytt verið þar síðan, fyrir utan eitt tímabil í Grenivík árið 2014. BÍ/Bolungarvík varð að Vestra síðar meir.
Daniel er fæddur í Lundúnum og var í háskóla þar þegar honum bauðst tækifæri að koma til Íslands.
„Ég var í háskóla í London og þá fékk tækifæri til að koma til Njarðvíkur og spila fótbolta. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig Ísland var en ákvað að prófa. Ég bjóst ekki við því að búa á Ísafirði átta árum síðar ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn."
„Hér er öðruvísi menning. Ég bjóst aldrei við því að sakna veðursins í Englandi en ég er fjölskyldumaður núna og tel þetta frábæran stað til þess að ala börn upp. Ég og fjölskyldan erum ánægð hérna."
Undirritaður komst ekki hjá því að spyrja Daniel út í leik Íslands og Argentínu á HM á eftir.
„Ég veit það ekki. Það myndi koma mér á óvart ef Ísland nær að stríða Argentínu en ég veit ekki hversu oft þetta lið hefur komið mér á óvart. Ég segi 1-1," sagði Daniel áður en hann kvaddi.
Næsta umferð í 2. deild fer fram um næstu helgi.
Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Bestur í 2. umferð: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir