Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 19. desember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjörnurnar dást að Messi - „Hann er besti fótboltamaður sem ég hef séð"
Mynd: EPA
Lionel Messi er í uppáhaldi hjá mörgum og var mikil gleði á samfélagsmiðlum er hann vann heimsmeistaramótið í Katar í gær en stjörnur um allan heim óskuðu honum til hamingju með afrekið.

HM-bikarinn var sá eini sem vantaði í safnið hjá Argentínumanninum.

Hann var nálægt því árið 2014 er Argentína komst í úrslit gegn Þýskalandi en sigurmark Mario Götze í framlengingu fleygði þeim draumi út um gluggann.

Messi íhugaði oft að hætta með landsliðinu en lét sig hafa það að vera áfram og borgaði það sig margfalt til baka. Hann hefur nú unnið Copa America og HM á einu og hálfu ári, eitthvað sem taldist ekki líklegt fyrir nokkrum árum.

„Hann er besti fótboltamaður sem ég hef séð spila,“ sagði bandaríki kylfingurinn Tiger Woods um Messi og eru eflaust margir sammála því.




















Athugasemdir
banner
banner