Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 20. júlí 2021 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andros Townsend í Everton (Staðfest)
Andros Townsend.
Andros Townsend.
Mynd: EPA
Everton var að fá leikmann; kantmaðurinn Andros Townsend er mættur til félagsins.

Townsend kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Crystal Palace rann út.

Hann skrifar undir tveggja ára samning við Everton, sem hafnaði í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

„Ég held að allir viti hvað Everton er. Þetta er risastórt félag," segir Townsend og heldur áfram: „Það er mikill metnaður hérna. Félagið vill komast í Evrópukeppni og lengra en það."

Ásamt því að spila með Crystal Palace, þá hefur Townsend leikið með Tottenham og Newcastle. Hann fór þá til fjölda félaga á láni þegar hann var yngri og hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir England, þann síðasta árið 2016.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner