Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. apríl 2020 10:12
Elvar Geir Magnússon
Höfnun Özil mun ekki gleymast
Özil á æfingasvæðinu.
Özil á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, launahæsti leikmaður Arsenal, hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónaveirufaraldursins.

Martin Samuel íþróttafréttamaður hjá Daily Mail er einn af þeim sem gagnrýnir Özil og segir að framkoma hans í garð Arsenal sé verulega ósanngjörn.

Félagið hafi gert hann að dýrasta þýska fótboltamanni sögunnar og einn af launahæstu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Nýjasti samningur hans telur á milljónum í hverjum mánuði. Er hann Özil þess virði? Nei. Hann er mjög góður leikmaður en er ekki að skila því sem hann á að gera á þessum launum," segir Samuel.

Arsenal var dottið út úr Evrópudeildinni áður en fótboltanum var frestað og fjárhagsáhyggjur félagsins talsverðar.

„Leikmenn eru lið og eiga að hegða sér eins og lið, innan sem utan vallar. Það voru aðrir leikmenn en Özil sem neituðu að taka á sig launaskerðingu en aðeins hans nafn hefur verið opinberað og það bætir ofan á pirringinn sem hefur skapast vegna hegðunar hans."

„Skaðinn er skeður og Özil getur ekki reiknað með því að þetta muni gleymast bráðlega. Ef þá nokkurn tímann," segir Samuel.
Athugasemdir
banner
banner