Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 22. maí 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er ekki rétt; við erum bara mjög, mjög góðar"
Caroline Graham Hansen.
Caroline Graham Hansen.
Mynd: Getty Images
Caroline Graham Hansen, stórstjarna Barcelona, segir að það hafi verið draumur af lyfta Meistaradeildarbikarnum.

Draumurinn rættist um síðustu helgi þegar Barcelona vann 4-0 sigur á Chelsea í úrslitaleiknum í Gautaborg. Meiðsli hótuðu að eyðileggja draum Graham Hansen, sem er norsk landsliðskona, fyrir nokkrum árum síðan en henni tókst loksins að lyfta bikarnum um síðustu helgi.

Barcelona hefur átt magnað tímabil í kvennaboltanum sem var fullkomnað með sigri í Meistaradeildinni. Barcelona er fyrsta fótboltafélagið sem vinnur bæði Meistaradeild karla og Meistaradeild kvenna, og þvílíkt tímabil sem kvennaliðið hefur átt.

Barcelona hefur unnið alla leiki sína í deildinni heima fyrir, 27 talsins. Liðið er búið að vinna deildina heima. Heilt yfir hefur liðið spilað 38 leiki og aðeins tapað einum þeirra, en það var gegn Manchester City í Meistardeildinni. Barcelona hefur í þessum 38 leikjum skorað 169 mark og fengið á sig 13. Magnaður árangur hjá mögnuðu liði.

Graham Hansen var í skemmtilegu viðtali við Goal þar sem hún svaraði þeim sem hafa talað niður spænsku úrvalsdeildina.

„Mér finnst það fyndið hvernig fólk talar um deildina okkar. Fólk horfir á tölurnar og álítur að það sé vegna þess að hin liðin séu öll svo ömurleg. Það er ekki rétt; við erum bara mjög, mjög góðar," segir sú norska.

Graham Hansen segir að enskir fjölmiðlar hafi talið að Chelsea myndi valta yfir Barcelona - þar sem enska deildin er talin sterkari en sú spænska - en annað kom á daginn.

„Vonandi mun sigur okkar í Meistaradeildinni verða til þess að fleira fjölmiðlafólk gefi okkur og deildinni okkar það sem hrós sem það á skilið."

Sjá einnig:
Bestu leikmennirnir í mögnuðu liði Barcelona


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner