Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 22. ágúst 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórslagur og Íslendingaslagur í forkeppni Meistaradeildarinnar
Manchester City mætir Real Madrid.
Manchester City mætir Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður Vålerenga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var dregið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar kvenna í dag, sunnudag.

Breiðablik var í pottinum og dróst gegn króatísku meisturunum í Osijek.

Það verður mjög athyglisvert einvígi á þessu stigi keppninnar því Manchester City og Real Madrid drógust saman. Man City hefur verið eitt besta lið heims undanfarin ár en Real Madrid er með tiltölulega nýstofnað lið. Það verður áhugavert að sjá hvernig fer; tvö stór félög í heimsboltanum að mætast.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og hennar stöllur í Apollon mæta WFC Kharkiv frá Úkraínu, og þá verður Íslendingaslagur þegar Vålerenga frá Noregi og Häcken frá Svíþjóð eigast við; Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir leika með Vålerenga og Diljá Ýr Zomers spilar með Häcken. Benfica mætir Twente, en Cloe Lacasse leikur með Benfica.

Lyon mætir Levante frá Spáni, Bordeaux mætir Wolfsburg og Rosengård mætir Hoffenheim. Sara Björk Gunnarsdóttir er á mála hjá Lyon, Svava Rós Guðmundsdóttir hjá Bordeaux og Guðrún Arnardóttir hjá Rosengård.

Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni. Sigurvegararnir úr þessum einvígum fara áfram í riðlakeppnina. Barcelona, PSG, Bayern München og Chelsea - liðin sem fóru í undanúrslit á síðustu leiktíð - eru þegar komin í riðlakeppnina.

Drátturinn:
Sparta Prag (Tékkland) - Koge (Danmörk)
Osijek (Króatía) - Breiðablik (Ísland)
Vllaznia (Albanía) - Juventus (Ítalía)
Twente (Holland) - SL Benfica (Portúgal)
Apollon LFC (Kýpur) vs WFC Kharkiv (Úkraína)
Servette FC Chenois (Sviss) vs Glasgow City (Skotland)
Valerenga (Noregur) vs Hacken (Svíþjóð)
Levante (Spánn) - Lyon (Frakkland)
Arsenal (England) - Slavia Prag (Tékkland)
Real Madrid (Spánn) - Manchester City (England)
Wolfsburg (Þýskaland) - Bordeaux (Frakkland)
Rosengard (Svíþjóð) vs Hoffenheim (Þýskaland)
Athugasemdir
banner
banner
banner