Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. október 2019 11:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Af hverju framleiðir Ísland fáa bakverði?
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur í undankeppni EM stillt upp þremur mismunandi hægri bakvörðum. Birkir Már Sævarsson hefur verið aðal hægri bakvörður íslenska landsliðsins í áraraðir en hann missti sæti sitt eftir leikinn gegn Frakklandi í mars.

Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson spilaði næstu fjóra leiki en gegn Andorra og Frakklandi á dögunum var miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson í bakverðinum.

Í gegnum tíðina hafa fleiri leikmenn úr öðrum stöðum spilað í hægri bakverði og má þar nefna miðjumennina Theódór Elmar Bjarnason og Ólaf Inga Skúlason. Í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu um helgina var Freyr Alexandersson í viðtali þar sem hann ræddi um ástæður þess að Ísland framleiði fáa hægri bakverði.

„Við erum lítil þjóð og ef við horfum á yngri flokkana, þar sem við mótum okkar leikmenn, þá fara frambærilegustu leikmennirnir okkar í hafsent, miðju eða fram. Við erum með fámenna flokka og bestu leikmennirnir fara í þessar stöður. Bakvarðarstaðan verður veik hjá okkur þá," sagði Freyr.

„Við eigum ekki marga hreinræktaða bakverði sem geta spilað á því leveli sem íslenska landsliðið er að spila á. Ég hef trú á að það sé hægt að móta miðjumenn eða hafsenta í þessa stöðu. Ég treysti ennþá Hirti Hermannssyni til að leysa þessa stöðu vel."

Diego í skoðun
Diego Jóhannesson, hægri bakvörður Real Oviedo í spænsku B-deildinni, á þrjá vináttuleiki að baki með Íslandi en hann hefur aldrei spilað mótsleik. Diego er ekki í liðinu hjá Oviedo þessa dagana en hann gæti fengið tækifæri með landsliðinu í vináttuleikjum í janúar næstkomandi.

„Það er alltaf í skoðun og við fylgjumst vel með honum. Þetta er snúið mál. Hann er hálf mállaus. Hann er allt öðruvísi leikmaður og spilar öðruvísi leikstíl en íslenska landsliðið spilar. Hann ber sig öðruvísi í varnarstöðunni en við erum vanir. Það er ekkert að því, það eru mismunandi leiðir í knattspyrnu, en hann fittar kannski ekki 100% í leikstílinn. Það er líka erfitt að taka inn mann sem talar hvorki ensku né íslensku," sagði Freyr.

Sjá einnig:
Freysi um Guðlaug Victor: Getur heilt yfir verið sáttur
Freysi svaraði spurningum um stöðu mála hjá landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner