Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Freysi um Guðlaug Victor: Getur heilt yfir verið sáttur
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson fékk tækifærið í hægri bakverðinum í síðustu landsleikjum Íslands gegn Frakklandi og Andorra. Hann varð þar með þriðji leikmaðurinn sem spilar þá stöðu í undankeppni EM á eftir þeim Birki Má Sævarssyni og Hirti Hermannssyni.

Guðlaugur Victor spilar vanalega á miðjunni hjá Darmastadt í þýsku B-deildinni en hann skoraði sigurmark liðsins um helgina og var í þriðja skipti valinn í lið umferðarinnar.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en þar ræddi hann frammistöðu Guðlaugs Victors í landsleikjunum.

„Það var erfitt fyrir hann að koma inn á móti Frökkunum. Hann fékk skýr skilaboð varðandi varnarlega þáttinn. Það var þungamiðjan í þessu. Hann gerði það vel. Hann gerði tvö taktísk mistök en það er ekki mikið á móti Frökkum og það skaðaði okkur ekki neitt. Það var góð frammistaða," sagði Freyr.

„Það var allt öðruvísi leikmynd á móti Andorra og ég var heilt yfir mjög ánægður með hann þar. Hann fékk skýr skilaboð með sóknarleikinn þar og hann gerði eins vel og hann gat. Það voru nokkur atriði sem hann gerði framúrskarandi vel en það voru önnur atriði sem við viljum laga. Við förum yfir það með honum. Hann tikkar í mörg box í þessa leikstöðu og hann getur heilt yfir verið sáttur með sína frammistöðu."
Freysi svaraði spurningum um stöðu mála hjá landsliðinu
Athugasemdir
banner