Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. október 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfiðasti tími Diego sem leikmaður Real Oviedo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Diego Jóhannesson er að ganga í gegnum sinn erfiðasta tíma sem leikmaður Real Oviedo, fimm árum eftir að hann byrjaði að spila fyrir félagið," segir í grein á vefsíðunni La Nueva Espana.

Hinn 26 ára gamli Diego virðist ekki vera í plönum Javi Rozada, sem tók við Oviedo í september á þessu ári.

Diego hefur ekki spilað með Oviedo frá 19. september, en það var fyrsti leikur Rozada við stjórnvölinn. Diego hefur ekki verið í hóp hjá Oviedo síðan 19. september.

Talið er að ef staða Diego batni ekki, þá muni hann reyna að finna sér nýtt félagslið í janúar. Diego á nóg eftir af ferlinum og hann vill ekki að það hægist á honum.

Af núverandi leikmönnum Oviedo er Diego sá leikmaður sem hefur spilað flest tímabil hjá félaginu. Hann byrjaði að spila með aðalliði Oviedo árið 2014.

Hann spilaði 36 deildarleiki á síðustu leiktíð og var einn af fjórum fyrirliðum Oviedo. Núna er framtíð hans í óvissu.

Diego á íslenskan föður og er gjaldgengur í íslenska landsliðið. Hann á þrjá landsleiki að baki fyrir A-landslið Íslands - allt vináttulandsleikir.
Athugasemdir
banner
banner
banner