Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. desember 2020 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Juventus fékk skell á heimavelli
Dusan Vlahovic kom Fiorentina yfir.
Dusan Vlahovic kom Fiorentina yfir.
Mynd: Getty Images
Junior Messias gerði bæði mörkin í mikilvægum sigri Crotone.
Junior Messias gerði bæði mörkin í mikilvægum sigri Crotone.
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus voru að tapa heimaleik gegn Fiorentina rétt í þessu. Tapið er afar óvænt en Andrea Pirlo tefldi fram sterku byrjunarliði með Cristiano Ronaldo í fararbroddi.

Dusan Vlahovic kom gestunum yfir snemma leiks og svo fékk Juan Cuadrado beint rautt spjald þegar hann fór með takkana hættulega í andstæðing. Tíu leikmenn Juve gáfu gestunum leik en náðu ekki að nýta færin sín.

Alex Sandro setti boltann í eigið net á 76. mínútu og skömmu síðar gerði Martin Caceres þriðja markið.

Langþráður sigur Fiorentina kom á ólíklegum útivelli og er liðið með 14 stig eftir 14 umferðir. Juve er í fjórða sæti með 24 stig eftir 13 leiki.

Juventus 0 - 3 Fiorentina
0-1 Dusan Vlahovic ('3)
0-2 Alex Sandro ('76, sjálfsmark)
0-3 Martin Caceres ('81)
Rautt spjald: Juan Cuadrado, Juve ('18)

Fyrr í kvöld áttu nýliðar Crotone heimaleik við Parma og komust í tveggja marka forystu fyrir leikhlé. Junior Messias skoraði bæði.

Í síðari hálfleik tók Parma völdin og minnkaði Juraj Kucka muninn á 57. mínútu. Parma komst nálægt því að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og mikilvægur sigur Crotone staðreynd.

Crotone er í fallsæti með 9 stig, þremur stigum fyrir neðan Parma.

Crotone 2 - 1 Parma
1-0 Junior Messias ('24)
2-0 Junior Messias ('44)
2-1 Juraj Kucka ('57)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner