Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. mars 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Arnar um markvarðarvalið: Ég tek lokaákvörðunina
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson.
Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búist er við því að Hannes Þór Halldórsson haldi stöðu sinni sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins.

Nýtt þjálfarateymi er tekið við liðinu og þar á meðal er nýr markvarðaþjálfari, Halldór Björnsson. Hann hefur að sjálfsögðu rödd í valinu í markvarðarstöðuna en lokaákvörðun er í höndum Arnars Þórs Viðarssonar aðalþjálfara.



„Markmannsþjálfarinn hjá okkur vinnur á sama hátt og restin af þjálfarateyminu. Við erum fjórir þjálfarar og ákvörðunin um hver stendur í markinu er alltaf mín en að sjálfsögðu ræði ég við aðstoðarmenn mína hvað er best," segir Arnar.

„Ef það eru mismunandi skoðanr þar þá tek ég lokaákvörðunina. Það er sama þar með markmenn og aðrar stöður. Ég met að sjálfsögðu mikið álit Halldórs og Eiðs og Lars líka."

Auk Hannesar eru Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson í hópnum. Báðir eru þeir varamarkverðir hjá sínum félagsliðum; Arsenal og Olympiakos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner