Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. maí 2021 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fran Kirby og Emma Hayes bestar
Fran Kirby fagnar marki með Chelsea.
Fran Kirby fagnar marki með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Fran Kirby og Emma Hayes úr Chelsea voru verðlaunaðar fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea varð deildarmeistari og var Kirby valin besti leikmaður deildarinnar að því er kemur fram hjá Evening Standard.

Kirby er 27 ára gömul ensk landsliðskona sem skoraði 16 mörk í 18 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hún byrjaði tímabilið í veikindum en jafnaði sig og átti frábært tímabil. Ásamt því að skora 16 mörk, þá lagði hún upp 11 talsins.

Hayes hefur þjálfað Chelsea frá 2012 og byggt upp ótrúlega sterkt lið. Hún hefur stýrt liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni fjórum sinnum, í FA-bikarnum tvisvar og í deildabikarnum tvisvar.

Það er bara Meistaradeildin eftir hjá henni en Chelsea tapaði fyrir Barcelona í úrslitaleiknum í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner