Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 26. mars 2019 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MBL 
Roskilde stefnir í gjaldþrot - Ekki í fyrsta sinn fyrir Frederik
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Markvörðurinn Frederik Schram gæti orðið félagslaus á næstu vikum vegna fjárhagsörðugleika Roskilde í dönsku B-deildinni.

Roskilde er nýlega búið að koma sér úr fallsæti með tveimur sigrum í röð en það gæti orðið til einskis ef ekki er hægt að greiða laun leikmanna.

Morgunblaðið greinir frá því að félagið skuldar um 3.5 milljónir danskra króna og hefur fengið frest til fimmtudags til að greiða skuldirnar niður.

Félagið biðlar því til stuðningsmanna um að leggja sitt að mörkum til að aðstoða kaupsýslumanninn Carsen Salomonsson í tilraun hans til að kaupa félagið og bjarga því frá gjaldþroti.

Takist það ekki mun Roskilde líklegast vera dæmt niður í E-deildina. Þetta yrði í annað sinn sem Frederik spilar fyrir lið sem verður gjaldþrota enda var hann partur af liði Vestsjælland sem var lagt niður árið 2015.
Athugasemdir
banner
banner