Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 27. mars 2021 10:23
Magnús Már Einarsson
Snjór á æfingu Íslands í Armeníu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er í þessum skrifuðu orðum að hefja æfingu fyrir leikinn gegn Armenum í undankeppni HM á morgun.

Íslenskt veður er í Armeníu en snjór er yfir vellinum og kalt eins og sjá má á myndunum frá Hafliða Breiðfjörð sem er staddur í Armeníu.

Fjögurra tíma tímamismunur er á Íslandi og Armeníu en ákveðið var að fresta æfingu íslenska liðsins um nokkra klukkutíma til að leikmenn myndu fá tíma til að hvílast og jafna sig á tímamismuninum.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma eða 20:00 að staðartíma. Þá á að vera tveggja gráðu hiti samkvæmt veðurspá.

Æfingin í dag og leikurinn fara fram á Vazgen Zaveni leikvanginum sem tekur 14 þúsund áhorfendur.

Leikvangurinn er nefndur í höfuðið á Vazgen Zaveni, fyrrum herforingja og stjórnmálamann í Armeníu.


Athugasemdir
banner
banner