Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kveiktu í byggingu Everton - Óeirðalögregla kölluð til
Mynd: Getty Images
Þúsundir stuðningsmanna Liverpool fögnuðu fyrsta Englandsmeistaratitli liðsins í þrjá áratugi á götum borgarinnar.

Fagnaðarlætin brutust á fimmtudagskvöldið eftir sigur Chelsea gegn Manchester City og héldu lætin áfram á föstudaginn. Hundruðir gerðust sekir um að brjóta reglur sem settar voru vegna Covid-19 og þá voru mikil ólæti og þurfti óeirðalögreglan að skera sig í leikinn.

Stuðningsmenn náðu að kveikja í Liver byggingunni, sem er í eigu Everton FC, með því að skjóta flugeldum í hana. Eldurinn lifði í góðan tíma en náði ekki að dreifa sér og var á endanum slökktur.

Nokkrir stuðningsmenn enduðu á spítala eftir átök innbyrðis og ýmis óhöpp. Liverpool FC hefur fordæmt hegðun þessara stuðningsmanna, enda er Liverpool svæðið enn að glíma við útbreiðslu Covid-19.

Sjá einnig:
Tíu stuðningsmenn Liverpool handteknir í fagnaðarlátunum
Yfirlýsing Liverpool: Hegðun stuðningsmanna óásættanleg


Athugasemdir
banner
banner
banner