Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. ágúst 2021 22:43
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Kormákur/Hvöt vann Álftanes - Jafnt í þremur leikjum
Ingi Rafn Ingibergsson með boltann í leiknum gegn Vængjunum en hann gerði jöfnunarmarkið undir lokin
Ingi Rafn Ingibergsson með boltann í leiknum gegn Vængjunum en hann gerði jöfnunarmarkið undir lokin
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Kormákur/Hvöt vann Álftanes 1-0 í úrslitakeppni 4. deildar karla í kvöld en jafnt var í hinum þremur leikjunum. Alexander Lúðvígsson gat tryggt KH sigur á Ými undir lokin en klúðraði af vítapunktinum.

Hamar og Kría gerðu 1-1 jafntefli í Hveragerði. Pétur Már Harðarson kom Kríu á bragðið á 23. mínútu en Aðalgeir Friðriksson jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Stefán Hirst, markvörður Kríu, átti stórleik í markinu og varði eins berserkur.

Kormákur/Hvöt lagði þá Álftanes 1-0 á Blönduósi. Sigurður Bjarni Aadnegard gerði sigurmarkið á 76. mínútu.

Ýmir og KH gerðu þá markalaust jafntefli. Það var ekki mikið um færi í leiknum en undir lokin fékk KH vítaspyrnu. Alexander Lúðvígsson klúðraði spyrnunni.

Árborg og Vængir Júpíters gerðu þá 2-2 jafntefli. Júlíus Már Júlíusson skoraði fyrir Vængina á 25. mínútu áður en hinn stóri og stæðilegi Ísak Eldjárn Tómasson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Gunnar Már Guðmundsson skoraði fyrir Vængina þegar tæpur hálftími var eftir áður en Ingi Rafn Ingibergsson náði í jöfnunarmark fyrir Árborg undir lok leiksins.

Síðari leikirnir fara fram 3. og 7. september.

Úrslit og markaskorarar:

Hamar 1 - 1 Kría
0-1 Pétur Már Harðarson ('23 )
1-1 Aðalgeir Friðriksson ('80 )

Kormákur/Hvöt 1 - 0 Álftanes
1-0 Sigurður Bjarni Aadnegard ('76 )

Árborg 2 - 2 Vængir Júpíters
0-1 Júlíus Már Júlíusson ('25 )
1-1 Ísak Eldjárn Tómasson ('43 )
1-2 Gunnar Már Guðmundsson ('63 )
2-2 Ingi Rafn Ingibergsson ('90 )

Ýmir 0 - 0 KH
Athugasemdir
banner
banner
banner