Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 28. júlí 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Bournemouth staðráðinn í að fara aftur upp
Bournemouth féll á einu stigi. Aston Villa náði jafntefli gegn West Ham í lokaumferðinni og bjargaði sér þannig á kostnað Bournemouth.
Bournemouth féll á einu stigi. Aston Villa náði jafntefli gegn West Ham í lokaumferðinni og bjargaði sér þannig á kostnað Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Maxim Demin, rússneskur eigandi Bournemouth, segist vera staðráðinn í því að fara með félagið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir fall um helgina.

Bournemouth féll þrátt fyrir 1-3 sigur á útivelli gegn Everton í lokaumferðinni eftir fimm ára dvöl í deild þeirra bestu.

„Við getum ekki falið okkur frá þeirri staðreynd að þetta hefur verið skrítið, erfitt og gríðarlega svekkjandi tímabil. Það er sárt að falla og allir innan félagsins finna fyrir sama sársauka og stuðningsmenn," segir í yfirlýsingu frá Demin.

„En þetta er ekki endirinn á okkar ferð. Við höfum skapað ótrúlegar minningar og viljum halda áfram að skapa nýjar minningar, betri minningar en áður. Ég ætla að fara með þetta félag aftur upp í úrvalsdeildina sem fyrst.

„Á síðustu fimm árum höfum við byggt upp ungt og hæfileikaríkt knattspyrnulið með mikla reynslu. Þessir leikmenn eru framtíð félagsins og ég er viss um að þeir muni koma okkur aftur upp úr Championship deildinni. Það er okkar stærsta markmið."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 54 +13 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
8 Chelsea 34 14 9 11 65 59 +6 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
12 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
13 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner