Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. ágúst 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Carvajal hetja Real Madrid sem komst á toppinn
Real Madrid fagnar marki.
Real Madrid fagnar marki.
Mynd: EPA
Real Madrid vann sinn annan sigur í spænsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Real Betis að velli í kvöld.

Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal skoraði fyrir Madrídarstórveldið og reyndist það eina mark leiksins. Martin Montoya, kollegi Carvajal hjá Betis, fékk tækifæri til að jafna undir blálokin en skot hans var veiklulegt.

Lokatölur 0-1 fyrir Real Madrid á erfiðum útivelli. Lærisveinar Carlo Ancelotti eru með sjö stig eftur fyrstu þrjá leikina og er Betis með aðeins tvö stig.

Madrídingar eru á toppnum en þar næst kemur Sevilla, sem tapaði sínum fyrstu stigum í kvöld. Sevilla gerði 1-1 jafntefli gegn Elche á útivelli og er liðið núna með sjö stig. Elche er með tvö stig.

Þá unnu Athletic Bilbao og Real Sociedad bæði 1-0 sigra. Sociedad er með sex stig og Bilbao fimm stig.

Betis 0 - 1 Real Madrid
0-1 Daniel Carvajal ('61 )

Celta 0 - 1 Athletic
0-1 Inaki Williams ('34 )

Real Sociedad 1 - 0 Levante
1-0 Ander Barrenetxea ('42 )

Elche 1 - 1 Sevilla
1-0 Enzo Roco ('11 )
1-1 Youssef En-Nesyri ('40 )
Athugasemdir
banner
banner
banner