Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. desember 2019 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd endaði árið á útisigri í Burnley
Annar sigur Man Utd í röð.
Annar sigur Man Utd í röð.
Mynd: Getty Images
Martial skoraði fyrra mark United.
Martial skoraði fyrra mark United.
Mynd: Getty Images
Burnley 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Anthony Martial ('44 )
0-2 Marcus Rashford ('90 )

Manchester United lagði Burnley að velli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sanngjarn sigur hjá Rauðu djöflunum.

Paul Pogba var ekki í leikmannahópi United, en United tókst þrátt fyrir það að knýja fram sigur. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, sagði að það hefði verið tekin ákvörðun um að hvíla Pogba þar sem hann hefði komið við sögu í síðustu tveimur leikjum. Pogba er að stíga upp úr meiðslum.

Fyrsta alvöru færi leiksins kom eftir hálftíma þegar Phil Bardsley bjargaði á línu eftir marktilraun Anthony Martial.

Martial kom United yfir undir lok fyrri hálfleiks. Charlie Taylor missti þá boltann og Andres Pereira kom honum á Martial sem kláraði færi sitt vel.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina frá Manchester. Á 68. mínútu kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á hjá heimamönnum, en hann er eins og Pogba að stíga upp úr meiðslum. Hann átti fína tilraun beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu, en boltinn fór rétt yfir markið.

Burnley fór að pressa meira eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og fóru að setja fleiri menn í sóknarleiknn. Á síðustu stundu í uppbótartímanum nýtti United sér það til góðs, sótti hratt og bætti við öðru marki. Marcus Rashford skoraði það.

Lokatölur 2-0 fyrir Man Utd sem er í fimmta sæti deildarinnar eftir tvo sigra í röð. United er einu stigi frá Chelsea sem mætir Arsenal á morgun.

Burnley hefur tapað tveimur í röð og er í 13. sætinu með 24 stig.

Þetta var síðasti leikur liðanna á þessu ári, og á þessum áratug. Man Utd mætir Arsenal á nýársdag og Burnley leikur við Aston Villa.

Önnur úrslit:
England: Sigur Brighton - Vandræði á Bournemouth
England: Calvert-Lewin hetja Everton - Pearson og Ancelotti byrja vel
England: Dýrkeypt VAR fyrir botnliðið - Mikið breytt lið Leicester vann


Athugasemdir
banner
banner