Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. ágúst 2021 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær um Ronaldo: Leikmennirnir eru auðvitað mjög spenntir
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
„Mér finnst þetta ekki vera brot. Þeir reyna báðir að fara í boltann og þetta er góð tækling hjá Paul," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 1-0 sigur á Úlfunum í dag.

Hann var þar að ræða um það þegar Úlfarnir vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda sigurmarks Man Utd. Það var ekkert dæmt á það.

„Í síðustu viku var ég að kvarta því við fengum ekki brot. Svona er leikurinn núna, þeir vilja meira flæði."

David de Gea varði ótrúlega vel áður en Man Utd tók forystuna. Solskjær er mjög ánægður með Spánverjann.

„Seinni varslan er einstök. Viðbrögð hans voru mjög góð og höndin var sterk. David er að leggja mikið á sig og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd."

Raphael Varane þreytti frumraun sína með Man Utd í dag og var mjög góður. Solskjær var hæstánægður með frammistöðu Frakkans og sagði einnig að hann vonaðist til að Cristiano Ronaldo myndi spila gegn Newcastle eftir landsleikjahlé.

„Við erum að vinna í að klára það. Hann er sérstakur drengur, eða maður núna. Hann var drengur þegar ég spilaði með honum. Leikmennirnir eru mjög spenntir að fá hann. Hann er sérstakur leikmaður," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner