Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 29. október 2019 10:10
Magnús Már Einarsson
Sér Xhaka ekki spila aftur fyrir Arsenal
Xhaka var brjálaður á sunnudaginn.
Xhaka var brjálaður á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Charlie Nicholas, fyrrum framherji Arsenal, segir að það muni koma sér á óvart ef Granit Xhaka spilar aftur leik fyrir Arsenal. Xhaka var tekinn af velli eftir klukkutíma leik gegn Crystal Palace á sunnudag og stuðningsmenn Arsenal bauluðu á hann.

Xhaka labbaði hægt af velli og espaði áhorfendur upp áður en hann sagði þeim að fokka sér. Hann reif sig síðan úr treyjunni og strunsaði inn í klefa.

„Hann er að koma fram fyrir hönd Arsenal sem fyrirliði og það er óásættanlegt að telja sig vera jafn stóran og félagið. Hegðun hans var léleg og ég sé hann ekki eiga neina framtíð hjá félaginu," sagði Nicholas.

„Ég held að stjórarnir hjá Arsenal, og ekki bara Unai Emery, séu að horfa á þetta og hugsa hvað Arsenal eigi að vera? Félagið á frábæra sögu og stórkostlega leikmenn en ef það er ekki með áhorfendur þá er engin sál eða hjartsláttur."

„Áhorfendurnir verða alltaf hluti af félaginu og þeir eru stærri og betri en allir aðrir svo hann (Xhaka) þarf að taka lyfin sín. Ég verð hissa ef hann kemur til baka og spilar með Arsenal á ný."

Athugasemdir
banner
banner