Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 30. janúar 2020 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Framkvæmdastjóri Levski segir Hólmar Örn ekki vera til sölu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingavaktin greinir frá því að búlgarska félagið Levski Sofia muni ekki selja Hólmar Örn Eyjólfsson í janúar.

Hólmar Örn hefur verið að gera góða hluti með Levski og var hann orðaður við Bournemouth á dögunum. Pavel Kolev, framkvæmdastjóri Levski, segir ekkert til í þessum sögusögnum.

Kolev sagði í útvarpsviðtali í Búlgaríu að Levski hafi ekki borist nein kauptilboð í Hólmar Örn. Hann bætti því svo við að þó tilboð myndi berast þá hefði félagið engan áhuga á að selja einn af lykilmönnum sínum.

Levski er í öðru sæti búlgörsku deildarinnar og hefur Hólmar verið gríðarlega öflugur á tímabilinu.

Hólmar er 29 ára og á 14 A-landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner