Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. janúar 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paco Alcacer keyptur til Villarreal (Staðfest)
Dortmund ætlar að fá Emre Can
Mynd: Getty Images
Villarreal er búið að ganga frá kaupum á Paco Alcacer sóknarmanni Borussia Dortmund. Kaupverðið er óuppgefið en talið nema um 25 milljónum evra.

Paco er 26 ára gamall og er starf hans á vellinum mjög einfalt - að skora mörk. Í þýsku deildinni tókst honum að skora 23 mörk í 37 deildarleikjum en hann kom 20 sinnum inn af bekknum.

Hann þótti ekki nógu vinnusamur fyrir byrjunarliðið en markaskorunin stóð ekki á sér og skoraði hann á 75 mínútna fresti í deildinni.

Paco þekkir vel til í spænska boltanum þar sem hann hóf ferilinn hjá Valencia áður en hann gekk í raðir Barcelona. Hann fann sig ekki hjá Barca og var seldur til Dortmund fyrir 23 milljónir evra á síðustu leiktíð.

Paco skrifar undir fimm og hálfs árs samning við Villarreal, út tímabilið 2025.

Framherjinn hefur spilað 19 A-landsleiki fyrir Spán og skorað í þeim 12 mörk.

Villarreal er búið að vinna fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum og situr í áttunda sæti, fimm stigum frá Meistaradeildinni.

Talið er að Dortmund ætli að nýta þennan pening til að festa kaup á Emre Can, miðjumanni Juventus og þýska landsliðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner