Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG fylgist með samningsmálum Kante
Mynd: Getty Images

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru að fylgjast með stöðu mála hjá N'Golo Kante, miðjumanni Chelsea, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi. Times greinir frá.


Kante er 31 árs og hefur spilað 262 leiki á sex árum hjá Chelsea. Hann varð Englandsmeistari með Leicester, skipti svo yfir til Chelsea og varð strax aftur meistari. Kante hefur síðan þá unnið mikið af keppnum með félaginu, meðal annars Meistaradeildina, Evrópudeildina og HM félagsliða.

Kante er einnig ríkjandi heimsmeistari með Frakklandi en hefur verið að glíma við mikið af meiðslum að undanförnu og ekki víst að hann skrifi undir nýjan samning við Chelsea.

Thomas Tuchel er smeykur um að missa Kante frá sér þegar samningurinn rennur út á næsta ári þar sem Chelsea vill lækka launin hans.

„Það er margt sem þarf að skoða þegar kemur að samningsviðræðum við Kante. Hann býr yfir miklum gæðum og hefur sterk áhrif í búningsklefanum en það eru aðrir hlutir sem vinna á móti honum eins og aldurinn, launapakkinn og meiðslavandræðin," sagði Tuchel á dögunum.

PSG gæti reynt að krækja í Kante í janúar en ef það gengur ekki ætlar félagið að fá hann á frjálsri sölu næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner