Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 31. ágúst 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
Sá fyrsti fæddur 2004 til að skora í ensku úrvalsdeildinni
Lavia skoraði gegn Chelsea í gær.
Lavia skoraði gegn Chelsea í gær.
Mynd: Getty Images
Í gegnum tíðina hefur Southampton verið afskaplega duglegt við að gefa ungum leikmönnum tækfiæri í ensku úrvalsdeildinni og virðist hafa nælt í demant í Romeo Lavia sem kom frá Manchester City í sumar.

Lavia er 18 ára gamall miðjumaður og varð í gær fyrsti leikmaðurinn sem fæddist 2004 til að skora í ensku úrvalsdeildinni. Hann jafnaði þá í 1-1 gegn Chelsea en Southampton vann leikinn á endanum 2-1.

Lavia er Belgi sem var í yngri liðum Anderlecht í Belgíu og svo í tvö ár hjá City.

Annar ungur leikmaður sem fær mikið lof fyrir leikinn í gær er þýski varnarmaðurinn Armel Bella-Kotchap sem kom frá Bochum í sumar. Bella-Kotchap var frábær í vörninni í gær þegar Southampton vann sinn fyrsta sigur gegn Chelsea í þrjú ár.


Athugasemdir
banner
banner