Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
KDA KDA
 
Már Ingólfur Másson
Már Ingólfur Másson
þri 03.apr 2012 08:00 Már Ingólfur Másson
Heima eða heiman Eins og flesta stráka dreymdi mig um að verða fótboltamaður. Ólíkt flestum þá var draumurinn ekki að spila á Old Trafford, Anfield, San Siro eða Bernabau heldur á Selfossvelli. Hver sem ástæðan var þá langaði mig bara að fá að spila, þó ekki væri nema einn leik, í vínrauðu á Selfossvelli. Í þriðja flokk fengum við að spila á aðalvellinum einn leik og það var það næsta sem ég komst draumnum, nokkrum árum seinna kom ég reyndar inn á í leik með Árborg gegn Reyni á Selfossvelli. En þegar ég og hin varamaðurinn stóðum við hliðarlínuna og biðum eftir að fá leyfi frá dómaranum til að koma inná gekk þjálfari Reynis í burtu, hristi hausinn og tautaði með sjálfum sér: „hvað er að verða um þessa deild.“ Það og að tapa leiknum 0-3 gerði þessa upplifun örlítið verri. Meira »