Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KDA KDA
 
Ingvi Þór Sæmundsson
Ingvi Þór Sæmundsson
fös 21.feb 2014 17:20 Ingvi Þór Sæmundsson
Nokkur orð um uppgang Atlético Madrid Það væri synd að segja að toppbaráttan í La Liga hafi verið óútreiknanleg síðustu ár. Eftir að Rafa Benítez yfirgaf Spán sumarið 2004 eftir að hafa stýrt Valencia til meistaratitils, hafa risarnir tveir, Real Madrid og Barcelona, verið í algjörum sérflokki í deildinni. Það hefur aðeins einu sinni gerst á síðustu níu tímabilum að annað lið en Real Madrid eða Barcelona hafi endað í öðru af tveimur efstu sætum La Liga; Villareal endaði í öðru sæti ´07-08, tíu stigum á undan Barcelona. Það voru s.s. engin ný tíðindi að Real og Barca væru á toppnum, en bilið milli þeirra og annarra liða var meira en áður og það sem verra var þá fór það sífellt stækkandi. Tímabilið ´08-09 var munurinn milli 2. og 3. sætis átta stig, árið eftir var hann orðinn 25 stig, svo 21 stig og ´11-12 náði hann hámarki þegar 30 stig skildu silfurlið Barcelona og Valencia að. Þetta tveggja turna tal var hætt að vera fyndið og fátt virtist geta stöðvað þessa þróun.
Enter Diego Simeone. Meira »
fös 07.feb 2014 16:30 Ingvi Þór Sæmundsson
Brasilía - England 1970 Heimsmeistaralið Brasilíu frá 1970 er oft tilkallað sem besta lið sögunnar. Og ekki að ósekju. Liðið naut vissulega góðs af aðstæðum í Mexíkó og flestir eru sammála um að það sem brasilíska liðið afrekaði og hvernig það spilaði myndi aldrei geta gerst í dag, en það er erfitt að mótmæla því að sá sóknarfótbolti sem Brasilía bauð upp á fyrir 44 árum sé ekki einn sá besti, ef ekki sá besti, sem sést hefur. Meira »
fim 16.jan 2014 15:45 Ingvi Þór Sæmundsson
Titilbaráttan 1995-96 Úrslitaleiks ensku bikarkeppninnar vorið 1996 er fyrst og fremst minnst, með réttu eða röngu, fyrir þrennt: leiðindi, kremhvít Armani jakkaföt sem leikmenn Liverpool klæddust fyrir leikinn og sigurmark Erics Cantona sem sló botninn í, og var jafnframt svo lýsandi fyrir tímabilið 1995-96. Sjaldan eða aldrei hefur einn leikmaður haft jafn mikil áhrif á titilbaráttu og Cantona þetta tímabilið. Við fyrstu sýn virðast 14 mörk í 30 deildarleikjum hjá framherja í meistaraliði ekki vera ástæða til að slá upp veislu – Frakkinn var aðeins í 9.-11. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar – en Cantona virtist ekki nenna að skora mörk nema þau væru mikilvæg. Hann skoraði alls fimm sigurmörk, allt í 1-0 sigrum United, og fjögur jöfnunarmörk og þá eru ótaldar allar þær stoðsendingar sem hann átti. Í ensku bikarkeppninni skoraði hann fjögur mörk til viðbótar við sigurmarkið í úrslitaleiknum. Meira »