Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KDA KDA
 
Ómar Jóhannsson
Ómar Jóhannsson
fös 04.okt 2013 09:00 Ómar Jóhannsson
Skítugur sokkur Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að Keflavík en markvörðurinn Ómar Jóhannsson fór yfir tímabilið hjá þeim. Meira »
þri 19.jún 2012 08:30 Ómar Jóhannsson
Af bekknum á EM Nú er EM byrjað í allri sinni dýrð. Aðeins heimsmeistarakeppnin toppar þetta stórkostlega mót. Þarna mætast flest af bestu liðum í heimi, það er í raun bara Brasilía og Argentína sem maður saknar. Og mótið fer vel af stað. Reyndar var ég að horfa á mína menn í Svíþjóð tapa sínum fyrsta leik. Eftir að hafa séð leik Frakka og Englendinga þá held ég samt að þeir eigi ennþá möguleika að fara áfram. Svíþjóð hefur verið mitt lið síðan að ég bjó þar í nokkur ár. Ég flutti þangað á sautjánda ári til þess að spila með Malmö FF. Þar var ég í þrjú ár. Þarna voru margir góðir fótboltamenn og tveir af þeim spila í sænska landsliðinu í dag. Marcus Rosenberg og Zlatan Ibrahimovic. Á þeim tíma bjóst maður samt ekki við að þeir myndu eiga jafn farsælan feril og raun hefur verið. Meira »
fim 31.maí 2012 09:00 Ómar Jóhannsson
Ég á mér draum Nú er enska deildin búin og meistaradeildin sömuleiðis. Meiri dramatík og betri skemmtun hefði ekki verið hægt að óska sér. Í það minnsta fyrir hlutlausa sem við Liverpool-menn erum í flestum keppnum nú til dags. Meistaradeildin ræðst í vítaspyrnukeppni eftir fjörugan leik og enska deildin ræðst á síðustu spyrnu mótsins, nánast. Ég horfði ekki á marga leiki en ég sá þann síðasta af 380 leikjum sem spilaðir voru á þessu tímabili og þvílíkur endir á bestu deild í heimi. Ég var samt ekki sá eini sem horfði á leikinn. Meira »
fim 12.apr 2012 11:00 Ómar Jóhannsson
Að mistakast „Mér varð á og þungan dóm ég hlaut, er ég villtist af réttri braut“ þetta söng Jóhann G. Jóhannsson um árið, en ég raulaði þessar línur í huga mér um helgina. Mér varð nefninlega á. Mér tókst að sofa yfir mig á morgunæfingunni síðasta laugardag. Svona fer þegar krakkarnir eru ekki heima til að vekja mann í skrípó klukkan 7.30 um helgar. Meira »
fim 15.mar 2012 08:00 Ómar Jóhannsson
Þín eigin heppni Það eru margir frasar sem eru sífellt notaðir í íþróttum. Æfingin skapar meistarann, einn leikur í einu, ertu blindur dómari, svona til að nefna nokkra. Einn af mínum uppáhaldsfrösum er þegar talað er um meistaraheppni. Ég veit ekki um neitt lið eða einstakling sem hefur orðið meistari á heppni. Það væri heppni ef að boltinn stefndi í bláhornið hjá þér og fugl kæmi fljúgandi fyrir skotið á síðustu stundu. Það þyrfti líka að gerast nokkra leiki í röð vegna þess að enginn verður meistari á því að vinna einn leik. Meira »