Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
KDA KDA
 
Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn er fyrrum markvörður og núverandi aðstoðarþjálfari HK.  Fyrrverandi formaður Grindavíkur sem starfaði lengi sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og var formaður Samtaka Íþróttafréttamanna.  
fim 08.mar 2012 09:00 Þorsteinn Gunnarsson
Stóra Grindavíkurhjartað! Á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar UMFG á dögunum fyrir árið 2011 kom fram að deildin skilaði 9 milljóna hagnaði og er hún nánast skuldlaus. Meira »
mið 23.feb 2011 16:30 Þorsteinn Gunnarsson
Þegar kappið ber fegurðina ofurliði Leggjabrjóturinn Nigel de Jong hjá Manchester City er svarti sauðurinn í hollenskum fótbolta. Fegurð hefur einkennt hollenskan fótbolta í gegnum tíðina en Jong lætur kappið sífellt bera fegurðina ofurliði og tæklar ofurfast. Þessi hollenska sláttuvél hefur nú á rúmu hálfu ári fótbrotið tvo andstæðinga með glórulausum tæklingum og átti jafnframt ljótustu tæklinguna á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku í sumar. Hollenska landsliðsþjálfaranum Bert van Marwijk var nóg boðið í haust og henti Jong út úr landsliðinu fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Moldavíu og Svíþjóð í undankeppni EM. Í öðrum menningarsamfélögum fótboltans þar sem kappið er æðra fegurðinni þætti þessi ákvörðun óskiljanleg. Dytti einhverjum í hug að Ólafur Jóhannesson tæki Brynjar Björn Gunnarsson út úr landsliðshópnum fyrir gera það eitt sem hann fær borgað fyrir; að strauja andstæðingana? Hefði Nobby Stiles verið tekinn út úr enska landsliðinu í sínum tíma? Graeme Souness var ekki rekinn úr skoska landsliðinu fyrir fólskulega brotið á Sigurði Jónssyni um árið. Nú hefur Marwijk reyndar tekið Jong aftur í sátt og valið hann í landsliðið á ný eftir smá kælingu. Meira »