Ég lagði leið mína á KR-völlinn síðastliðna helgi til að horfa á drenginn minn spila fótboltaleik, en hann er á ellefta ári og spilar því í fimmta flokki. Mér brá töluvert þegar leikurinn var að hefjast. Mér varð litið á dómarann sem var ekki mikið eldri en drengirnir sem voru að hefja leik. Hann var kannski árinu eldri, í mesta lagi tveimur árum eldri en leikmennirnir.
Síðast þegar ég vissi þarftu að vera orðinn fimmtán ára til að fá dómararéttindi. Ég hef séð unga dómara áður (flestir undir fimmtán ára aldri) en þessi var sá lang yngsti sem ég hef séð til þessa. Það er hinsvegar ástæða fyrir því að þú verður að vera orðin/n að minnsta kosti fimmtán ára til að hljóta dómararéttindi, sem mér reyndar finnst persónulega vera allt of ungt.
Meira »
Garðar Örn Hinriksson
fim 18.maí 2023 11:28
Garðar Örn Hinriksson
Hverju ert þú að reyna að breyta þegar þú ákveður að hreyta ljótum orðum í dómarann úr stúkunni? Hverju ætlar þú að breyta þegar þú ákveður að hlaupa inn á völlinn og ætlar að rjúka í dómarann og láta hann finna fyrir því? Hverju ætlar þú að breyta þegar þú hótar dómara lífláti? Eru þetta réttu aðferðirnar til að fá betri dómgæslu?
Meira »