Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
KDA KDA
 
Sam Tillen
Sam Tillen
Sam Tillen er að leika sitt þriðja tímabil með Fram.  Þessi enski vinstri bakvörður lék með unglinga og varaliði Chelsea og síðan Brentford áður en hann kom til Íslands árið 2008.  
þri 11.mar 2014 15:00 Sam Tillen
Samþætting menntunar og fótbolta - England vs Ísland Bill Shankly sagði eitt sinn “Sumt fólk heldur að fótbolti sé upp á líf og dauða, en ég fullvissa ykkur um að það er mun alvarlegra en það”. En er það svo? Meira »
mið 06.feb 2013 15:00 Sam Tillen
Treyjuskipti Þegar ég og Joe vorum að horfa á síðasta leik Barca spurði ég ,,Við hvern myndir þú skiptast á treyju við fyrir utan Messi?" Við sjáum leikmenn reglulega skiptast á treyjum og það er merkilegra fyrir suma en aðra. Treyja Messi, Aguero eða Ronaldo er sérstök fyrir nýjan eiganda, eitthvað sem hann getur sýnt barnabörnunum og sagt ,,Ég spilaði einu sinni gegn bestu leikmönnum allra tíma". Treyjan sem Maradona spilaði í þegar hann tók "hönd Guðs" er hluti af fótboltasögunni. Meira »
þri 20.nóv 2012 15:00 Sam Tillen
Land tækifæranna? Hvað ákveður þjóðerni þitt? Þetta er spurning sem verður alltaf meira og meira áberandi í heimsfótboltanum. Heimurinn er að verða 'minni.' Fólk flytur og festir rætur í nýjum löndum. Englandi er nú lýst sem 'fjölmenningarsamfélagi' sem er opið fyrir alla og öll trúarbrögð. Fótboltalandsliðið endurspeglar þetta. Síðan að Viv Anderson braut ísinn árið 1978 þegar hann varð fyrsti svarti leikmaðurinn til að spila fyrir enska landsliðið hafa margir leikmenn af ýmsum þjóðarbrotum spilað fyrir hönd ljónanna þriggja. Eftir reglubreytingar erum við að sjá leikmenn spila með landsliði vegna búsetu. Við sjáum leikmenn sem eiga engin ættartengsl spila með landsliði sem er ekki 'þeirra eigin.' Meira »
fös 17.ágú 2012 17:30 Sam Tillen
Ótrúlegt aðdráttarafl enska boltans Tímabilið er loksins að hefjast. Sem betur fer hefur skarðið í sumar verið fyllt með Evrópumótinu og Ólympíuleikunum. Ég held að kærastan mín sé ánægð með að síðarnefnda mótinu sé lokið. Ég var að pirra hana mikið með því að fagna þeim 29 gull medalíum sem hið magnaða lið Breta krækti í. Sem betur fer hafði ég Joe bróðir minn með mér hér til að fagna hverju gullinu á fætur öðru í hjólreiðum og róðri enda hlaut það litlar viðtökur hjá öðrum. Meira »
fös 20.júl 2012 19:00 Sam Tillen
Fótboltamenn eru ekki fyrirmyndir barna Ég finn mig knúinn til að ræða kynþáttaníðsmál John Terry sem hefur vakið athygli undanfarna daga og ég vil koma ákveðnum hlutum á framfæri. Ég fylgdist með fréttastofu Sky greina frá réttarhöldunum þetta kvöld þar sem tveir gestir stöðvarinnar fóru í gegnum blöðin. Meira »
mið 04.júl 2012 15:00 Sam Tillen
Ég hef verið heppinn Á síðustu vikum hafa tveir þjálfarar sem ég vann með á mínum yngri árum fengið starf í ensku úrvalsdeildinni hjá Liverpool og West Brom. Roberto Di Matteo og Eddie Newton tóku líka æfingar hjá unglingaliði Chelsea á meðan þeir voru að afla sér þjálfararéttinda svo ég hef því starfað undir stjórn þriggja stjóra í ensku úrvalsdeildinni og þjálfara Real Madrid. Ég hef líka aðstoðarþjálfara PSG á listanum. Ég tel sjálfan mig því hafa verið nokkuð heppinn. Meira »
þri 19.jún 2012 17:00 Sam Tillen
Útlendingavandamál? Það var áhugavert að sjá ummæli um fjölda útlendinga hér á landi eftir leik Selfoss og ÍBV. Þar sem ég er sjálfur erlendur leikmaður og bróðir minn spilar með Selfyssingum þá gerði það þetta ennþá áhugaverðara fyrir mig. Ég veit, og fólk sem er í boltanum veit það líka, að Selfyssingar reyndu að fá íslenska leikmenn til liðs við sig en þeir ýmist höfnuðu þeim eða leikmenn voru með of háar launakröfur. Fyrir félag sem var að koma upp og missti nokkra leikmenn frá síðasta tímabili þá þurfti að búa til hóp til að keppa í þessum gæðaflokki og það með litlum fjárhag. Með því að fá erlenda leikmenn fengu þeir 2-3 eða jafnvel 4 erlenda leikmenn fyrir sama kostnað og einn íslenskan leikmann. Sumir af erlendu leikmönnunum þeirra hafa reynslu af því að spila í úrvalsdeildinni í Noregi. Auðvitað vill enginn sjá lið með marga erlenda leikmenn í íslensku úrvalsdeildinni. Hins vegar hafa Logi, Auðun og stjórnin talið að þetta væri besta leiðin á fyrsta tímabili í deildinni á nýjan leik. Ég er viss um að ef þeir festa sig í sessi á næstu einum til tveimur árum þá muni fjöldi erlenda leikmanna hjá þeim minnka. Kannski verða íslenskir leikmenn viljugri til að spila þarna og fara frá öðrum félögum í Pepsi-deildinni til þeirra. Meira »
mán 11.jún 2012 13:30 Sam Tillen
Komið að Evrópumótinu Það er komið að Evrópumótinu. Fyrir stuðningsmann Englendinga er þetta tími þar sem miklar væntingar og vonir eru skotnar niður. Fyrir hvert einasta stórmót eru fjölmiðlarnir og þjóðin búin að undirbúa sig fyrir tilfinningaríkt og þjóðrækið æði. Meira »
fös 04.maí 2012 15:10 Sam Tillen
Tryggð leikmanna Þegar ég var 12 ára skrifaði ég undir tveggja ára samning við Chelsea. Þegar ég skrifaði undir samninginn sögðu þjálfarinn minn og yfirmaður akademíunnar: ,,Þessi samningur merkir ekkert, ef við viljum losna við þig á næstu 2 árum þá munum við gera það. Þetta þýðir einungis að þú getur ekki spilað með neinum öðrum en okkur.”
Á þessu augnabliki var hugarfar mitt mótað. Þarna fékk ég sönn og góð ráð. Ef félag vill ekki hafa þig lengur þá mun það finna leið til að láta þig fara. Tryggð og tilfinningar eru ekki til. Sem leikmaður getur þú aukið möguleikana á því að vera áfram hjá félaginu. Á endanum getur þú samt ekkert gert ef þjálfarinn ákveður að þín sé ekki þörf lengur. Meira »
mið 28.mar 2012 12:00 Sam Tillen
121. sætið er ekki ásættanlegt Samkvæmt nýjustu tölum er Ísland í 121.sæti á heimslista FIFA og eins ótrúlegt og það má virðast jafnvel lægra á listanum en Færeyjar. Þrátt fyrir að Íslendingar telji aðeins í kringum 320.000 manns ætti þetta ekki að vera viðunandi staða. Teymi Guðjóns Þórðar heyrir fortíðinni til, styggjandi stóru strákana og nálægt því að komast á stórmót. Epískri baráttu gegn Frakklandi með ævintýralegu marki Framarans Rikka Daða hefur verið skipt út fyrir sívaxandi vonbrigði og tap gegn Liechtenstein, já Liechtenstein! Ég er ekki Íslendingur en samt fer ástandið í taugarnar á mér, svo hver sá sem hefur dropa af víkíngablóði í æðum ætti að vera gríðarlega ósáttur með stöðuna. Hvernig gat Ísland sokkið svo djúpt? Meira »