Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
KDA KDA
 
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Maggi er ritstjóri Fótbolti.net en hann hefur starfað á vefnum frá stofnun hans árið 2002. 
fös 06.des 2019 15:00
Allt í steik hjá Deportivo La Coruna - Á leið í C-deild? Fyrir tuttugu árum síðan var Deportivo La Coruna í toppsætinu á Spáni og vorið 2000 varð liðið spænskur meistari í fyrsta og eina skipti í sögunni.

Næstu árin var Deportivo eitt sterkasta lið Spánar og vann meðal annars ótrúlega eftirminnilegan sigur á AC Milan í Meistaradeildinni árið 2004. Deportivo skellti þá AC Milan 4-0 á heimavelli eftir 4-1 tap á Ítalíu í fyrri leiknum. Meira »
fim 28.nóv 2019 15:35
Af hverju fór allt í rugl hjá Östersund? Í vikunni bárust fréttir frá Svíþjóð þess efnis að Östersund hefði verið neitað um keppnisleyfi í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þar sem fjármál félagsins eru í ólestri. Tæplega tvö ár eru síðan Östersund fór alla leið í 32-liða úrslit í Evrópudeildinni þar sem liðið spilaði við Arsenal. Meira »
fös 24.feb 2017 11:15 Magnús Már Einarsson
Braut reglur FIFA og skaut síðan á aðra Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, hljóp illa á sig í viðtali við Fréttatímann í morgun. Sigurður Ragnar skaut þar föstum skotum á Frey Alexandersson núverandi landsliðsþjálfara kvenna og sakaði hann meðal annars um fordóma. Meira »
mið 11.nóv 2015 22:40 Magnús Már Einarsson
Gefið frí! Sunnudaginn 6.september síðastliðinn skráði íslenska karlalandsliðið sig í sögubækurnar með því að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta skipti. Það að tryggja sig af öryggi inn á EM skrifast sem stærsta afrekið í íslenskri íþróttasögu að mínu mati. Allar þjóðir Evrópu taka þátt í undankeppninni og hjá þeim langflestum er iðkendafjöldinn margfaldur á við Ísland. Afrekið er því magnað. Stemningin í kringum íslenska landsliðið hefur verið stigvaxandi undanfarin ár og mun ná hápunkti í Frakklandi í júní á næsta ári þegar lokakeppnin sjálf fer fram. Mörg þúsund Íslendingar ætla þá til Frakklands að sjá strákana okkar keppa við bestu lið álfunnar á stóra sviðinu. Fólk úr öllum áttum í íslenska fótboltasamfélaginu mun skella sér til Frakklands til að fylgjast með þessum sögulega viðburði. Dómarar, leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, vallarstjórar, sjúkraþjálfarar, starfsfólk, boltasækjarar...og svo mætti lengi telja. Þetta mun að sjálfsögðu hafa áhrif á Íslandsmótið en KSÍ hefur þrátt fyrir allt ekki ennþá gefið neitt út um hvernig fyrirkomulaginu verður háttað á Íslandi næsta sumar. Meira »
mán 10.ágú 2015 15:45 Magnús Már Einarsson
Hver græðir á þessu? Síðastliðinn laugardag sigraði Grindavík lið Hvíta Riddarans 21-0 í 1. deild kvenna. Leikurinn var ójafn frá fyrstu mínútu en staðan var 12-0 í hálfleik. Ég leyfi mér að efast um að leikmenn liðanna hafi haft mjög gaman af þessari ójöfnu viðureign. Hver græðir á svona leik?

Metnaður félaganna eru einnig gífurlega ólíkur. Grindavík hefur ekki tapað leik í sumar og stefnir á að komast á ný upp í Pepsi-deild kvenna eftir nokkurra ára dvöl í 1. deild. Liðið er með þrjá erlenda leikmenn og marga leikmenn sem hafa reynslu af því að spila í Pepsi-deildinni. Á hinn bóginn er Hvíti Riddarinn að tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti og langflestir leikmenn liðsins eru að byrja aftur í fótbolta eftir mjög langt hlé. Meira »
mið 08.júl 2015 15:00 Magnús Már Einarsson
KSÍ - Árið er 2015 Ég vorkenndi Gísla Páli Helgasyni leikmanni Þórs mikið þegar ég ræddi við hann í dag. Gísli Páll gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Þór á ný í vor og frá undirskrift var laugardagurinn 11. júlí sá leikdagur sem hann beið langspenntastur eftir í sumar. Þá mætast Þór og KA í grannaslag í fyrsta skipti í deildarkeppni síðan árið 2012. Meira »
fös 17.okt 2014 18:00 Magnús Már Einarsson
160 milljónir evra á móti 60 þúsund Það er óhætt að segja að viðureign Barcelona og Eibar í spænsku úrvalsdeildinni á morgun minni á það þegar Davíð og Golíat áttust við. Einungis 30 þúsund manns búa í Eibar og allir íbúar bæjarins myndu ekki einu sinni ná að fylla þriðjung af Nou Camp, heimavelli Barcelona sem tekur tæplega hundrað þúsund manns.

Eibar er lítið félag í Baskalandi en heimavöllur liðsins tekur 5200 áhorfendur. Þrátt fyrir það er ekki alltaf fullt hús. Stuðningsmenn liðsins eru fáir enda bærinn álíka stór og Kópavogur. Í fyrra mættu til að mynda að meðaltali 2901 áhorfendur á heimaleiki Eibar í spænsku B-deildinni.

Eibar kom þá gífurlega á óvart með því að vinna spænsku B-deildina eftir að hafa komist upp úr C-deildinni ári áður. Þrátt fyrir þennan glæsilega árangur voru efasemdir í sumar um að félagið myndi fá þátttökuleyfi í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Meira »
fös 19.sep 2014 15:00 Magnús Már Einarsson
Höfum úrslitaleikinn einan á sviðinu Íslandsmótinu lýkur 4. október næstkomandi þegar 22. umferðin í Pepsi-deild karla fer fram. Frá því um mitt sumar hef ég vonast til að sjá úrslitaleik á milli FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Það er eitthvað sem Pepsi-deildin þarf á að halda! Meira »
þri 28.jan 2014 09:00 Magnús Már Einarsson
„Have you ever been to Westman Islands? Það var ótrúlega tómlegt fyrir utan Old Trafford. Ekkert sem benti til þess að þarna yrði dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi kynntur innan skamms. Örfáir túristar með myndavélar voru sjáanlegir og fréttamaður frá Noregi sem spurði vegfarendur út í endurkomu Ole Gunnar Solskjær: Ertu spenntur að sjá Ole Gunnar aftur á Old Trafford? - ,,Hvern? Ég er frá Bandaríkjunum og veit voða lítið um fótbolta. Kannski er betra fyrir þig að tala við einhvern annan.“ Stutt og vont spjall. Meira »
fös 15.nóv 2013 08:30 Magnús Már Einarsson
Njótum hverrar sekúndu sem býðst Í kvöld klukkan 19:00 fer fram stærsti leikur í knattspyrnusögu Íslands þegar Króatar koma í heimsókn á Laugardalsvöll. Eftir seinni leik þessara þjóða næsta þriðjudag liggur ljóst fyrir hvort þeirra fer á HM í Brasilíu næsta sumar.

Að sjálfsögðu seldist strax upp á leikinn á Laugardalsvelli í kvöld og því miður komast miklu færri að en vildu. Það mál verður þó ekki leyst í þessum pistli en vonandi er að þjóðarleikvangur okkar verði stærri og betri í framtíðinni. Meira »