Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
KDA KDA
 
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur er margverðlaunaður íþróttafréttamaður sem var yfir íþróttadeild Morgunblaðsins í mörg ár. Hefur einnig skrifað þekktar bækur um fótbolta hér heima og erlendis.
fim 23.jan 2020 13:44 Sigmundur Ó. Steinarsson
Gul viðvörun - Út í óvissuna? - í Laugardal! Þegar ég leit út um gluggann í morgun (23. janúar), hugsaði ég; Nú, Jæja – tveir mánuðir eru þar til að leika á stórleik á grasi á Laugardalsvellinum. Um vetur – 26 dögum fyrir Sumardaginn fyrsta. Meira »
mán 20.jan 2020 13:30 Sigmundur Ó. Steinarsson
8 landsliðsmenn sóttir í hús Unnar í Nýlendu á Akranesi Þegar Teitur Benediktsson (f. 14. nóvember 1904) frá Sandabæ og Unnur Sveinsdóttir í Nýlendu við Suðurgötu (f. 11. ágúst 1910) giftu sig á Akranesi sáu ekki margir fyrir sér að þau ættu eftir að móta eina mestu knattspyrnufjölskyldu á Íslandi. Þau eignuðust þrjú börn, Svein (f. 1. mars 1931), Ester (f. 26. september 1932) og Margréti (f. 31. ágúst 1937). Meira »
mán 30.sep 2019 09:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Martin er sjötti kóngurinn í Eyjum Vestmannaeyingar hafa níu sinnum hampað nafnbótinni Markakóngur Íslands frá deildaskiptingu 1955 og hafa sex leikmenn borið kórónuna. Tómas Pálsson varð fyrstur til að vera krýndur markakóngur; er hann skoraði 15 mörk 1972 og tók við Ragnarsbikarnum á Melavellinum.

Sigurlás Þorleifsson bar kórónuna 1981 og 1982, Tryggvi Guðmundsson 1997, er hann skoraði 19 mörk. Steingrímur Jóhannesson 1998 og 1999, Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2003 og 2004 og nú Gary John Martin, sem skoraði 14 mörk. Hann hafði áður orðið markakóngur með KR 2013 og 2014. Meira »
fim 26.sep 2019 13:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Verður „Prinsinn“ krýndur KÓNGUR? Það verða nokkrir vaskir sveinar sem mæta til leiks í síðustu umferð Pepsídeildar karla, til að berjast um Markakóngsnafnbótina 2019. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, að það er mikill hugur í þeim og spurningin er; Hvernig tekst þeim upp? Hver mætir í best pússuðu skónum, þannig að töframátturinn rjúki úr þeim við snertingu við knöttinn? Meira »
lau 21.sep 2019 10:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Gary John Martin markakóngur í þriðja skipti? GARY John Martin átti góða endurkomu í Pepsí-deildinni, þegar hann hóf að leika með Eyjaliðinu eftir að vera settur út í kuldann hjá Valsmönnum að Hlíðarenda eftir aðeins þrjá leiki. Gary, sem er mikill baráttumaður, féll ekki af baki, heldur tvíefldist við mótlætið – hélt til Eyja með skotskó sína og er nú í baráttu um markakóngstitilinn, sem hann hefur hlotið tvisvar; 2013 og 2014 sem leikmaður með KR. Ég tel það næsta víst að Martin væri búinn að skora meira en 11 mörk, ef hann hefði verið nýttur hjá Val og staða Vals væri betri á stigatöflunni en hún er; áttunda sætið. Martin skoraði tvö mörk fyrir Val í þremur leikjum, síðan lék hann ekki sjö leiki í deildinni og var í „fríi“ í mánuð; frá 11. maí til 6. júní. Hann hefur skorað 9 mörk í tíu leikjum fyrir ÍBV. Meira »
fös 20.sep 2019 16:15 Sigmundur Ó. Steinarsson
49 ár síðan mótherjar settu þrennur! ÞEGAR FH lagði ÍBV að velli í Kaplakrika í Pepsí-deildinni 18. september, 6:4, skoruðu mótherjar þrennu í sama leiknum í fjórða skipti í efstu deild á Íslandi, frá deildaskiptingunni 1955. Gary John Martin skoraði þrjú mörk fyrir ÍBV og Morten Beck Andersen þrjú mörk fyrir FH. Hann setti þrennu í öðrum leiknum í röð og lék eftir 22 ára gamalt afrek Andra Sigþórssonar, KR. Meira »
mið 04.des 2013 17:15 Sigmundur Ó. Steinarsson
Spennufallið tekur sinn toll ÞAÐ er ljóst að spennufallið var mikið hjá hinum ungu landsliðsmönnum okkar í knattspyrnu eftir umspilsleikina við Króatíu, þar sem barist var um mjög svo eftirsóttan farseðil á heimsmeistaramótið í Brasilíu 2014. Mikil pressa og spenna var á leikmönnunum – fyrst fyrir heimaleikinn föstudaginn 15. nóvember og síðan á útileikinn í Zagreb fjórum dögum síðar, þar sem hátt í þúsund íslenskir áhorfendur mættu til að styðja við bakið á strákunum. Meira »
þri 26.nóv 2013 13:30 Sigmundur Ó. Steinarsson
Til hamingju Lars og Heimir - Stöðvum fíflalæti! Knattspyrnusamband Ísland, KSÍ, gerði rétt þegar Svíinn Lars Lagerbäck var endurráðinn landsliðsþjálfari Íslands og Heimir Hallgrímsson var ráðinn þjálfari við hans hlið til 2015. Ef Ísland kemst í lokakeppni Evrópukeppni landsliða í Frakklandi 2016 verða Lars og Heimir vera saman með liðið þar. Meira »
fim 21.nóv 2013 22:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Ásgeir stendur enn óhaggaður - er sá besti Íslendingar eiga það oft til að fara fram úr sér og gera stórmál úr ýmsum málum sem koma upp. Það gerðist í kringum hundinn Lúkas á Akureyri, þegar menn fóru hamförum í kommentakerfum fjölmiðlanna og spöruðu ekki stóru orðin – þegar hundurinn fór að heiman um stundarsakir. Meira »
fös 07.jún 2013 10:30 Sigmundur Ó. Steinarsson
Söguleg Hermann Gunnarsson, sem lést þriðjudaginn 4. júní, klæddist landsliðspeysu Íslands fjórtán sinnum á Laugardalsvellinum. Hermanns verður minnst fyrir leik Íslands og Slóveníu í undankeppni HM í Brasilíu á vellinum í kvöld, föstudaginn 7. júní, kl. 19. Fyrir leikinn verður klappað í mínútu til að minnast Hermanns og leikmenn Íslands leika með sorgarbönd. Meira »