Það eru tuttugu dagar í að Pepsi deild karla fari af stað og er undirritaður orðinn afar spenntur fyrir komandi sumri.
Deildin hefur orðið skemmtilegri fyrir stuðningsmenn liðanna eftir að kreppan skall á því fleiri uppaldir leikmenn hafa fengið tækifærið til að sanna sig og eins og sást með Breiðablik síðasta sumar er það oft besta uppskriftin.
En hvaða leikmenn geta slegið í gegn í sumar? Hér að neðan má sjá nokkra unga leikmenn sem ég tel að gætu slegið í gegn í sumar. Meira »

