Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KDA KDA
 
Magnús Valur Böðvarsson
Magnús Valur Böðvarsson
fim 24.feb 2022 08:30 Magnús Valur Böðvarsson
Vandamálið miklu stærra og útbreiddara Nýverið skrifaði formaður knattspyrnráðs Stjörnunnar áhugaverðan pistil þar sem hann fór afar ófögrum orðum yfir eitt bæjarfélag og ástand valla þar í bæ, sama um hvort gras eða gervigras væri að ræða. Pistillinn á svo sem algjörlega rétt á sér en vandamálið er miklu stærra en það að þetta sé einungis eitt bæjarfélag sem sé að glíma við slíka vanrækslu. Vandamálið er miklu stærra. Meira »
þri 14.des 2021 13:30 Magnús Valur Böðvarsson
Um keppnisgervigras - Sorglegt með ÍBV Uppbygging knattspyrnuvalla á Íslandi hefur á undanförnum 15 árum verið á einn veg. Plast. Nánar tiltekið gervigras. Núna nýjast voru Vestmannaeyjar og Grindavík að bætast við þann lista sem ætla færa sig til þess vegar að setja keppnisvelli sína á gervigras. Margir hafa litið á greinarhöfund sem andstæðing gervigrassins en svo er alls ekki enda þurfum við gervigras til þess að geta æft allan ársins hring.

Hinsvegar er það svo að ég er algjörlega mótfallinn því að setja gervigras á keppnisvellina. Þar er í raun og veru gríðarlegur munur þarna á. Hver er sá munur og hvaða spurningar geta vaknað upp? Meira »
mán 06.apr 2020 08:00 Magnús Valur Böðvarsson
  Ísland 'til I die Maður áttar sig ekki oft á því hvað maður á eða hefur haft fyrr en það hefur verið tekið frá manni. Þó það sé kannski tímabundið, þá áttar maður sig á því hvað fótbolti og almennt íþróttir í heild sinni gerir fyrir hinn almenna mann. Meira »
þri 16.des 2014 09:00 Magnús Valur Böðvarsson
Eddie Howe og Bournemouth Championship deildin er næst efsta deildin á Englandi og þegar tímabilið er að verða hálfnað er lið Bournemouth á toppnum. Hér að neðan er rennt yfir sögu Bournemouth og stjóra þess Eddie Howe sem hefur unnið kraftaverk með liðið. Meira »
þri 24.sep 2013 09:37 Magnús Valur Böðvarsson
Vandamál við leyfiskerfi KSÍ Nú um helgina átti sér stað merkilegur atburður í sögu íslenskrar knattspyrnu þegar lið Knattspyrnufélags Vesturbæjar eða KV náði að tryggja sér sæti í 1.deild karla. Það sem er merkilegt við þetta er að þeir eru fyrsta félagið sem ekki rekur yngri flokka sem kemst uppí 1.deild og þurfa þar að leiðandi að uppfylla ákveðin skilyrði innan leyfiskerfis Knattspyrnusambands Íslands. Meira »
þri 26.mar 2013 18:30 Magnús Valur Böðvarsson
Erlendir leikmenn og Lengjubikar Mikið er rætt um stöðu Lengjubikarsins þessa daga þar sem það hefur gerst ítrekað að lið hafa notað ólöglega leikmenn sem eru til reynslu hjá félögunum. Meira »
mán 25.mar 2013 17:00 Magnús Valur Böðvarsson
Spennandi leikmenn í Championship deildinni Enska úrvalsdeildin er sú deild sem flestir Íslendingar eru að fókusera á og horfa mest á. Í næst efstu deild á Englandi, Championship deildinni, má hinsvegar finna marga efnilega og góða stráka sem liðin í úrvalsdeildinni fylgjast náið með og reyna að fá til sín fyrir hvað minnstan pening. Meira »
mán 17.des 2012 16:30 Magnús Valur Böðvarsson
Ríkisfang leikmanna Mikið hefur verið rætt á undanförnu um framtíð Arons Jóhannssonar leikmanns AGF en eins og flestir vita hefur hann möguleika á að velja á milli íslenska landsliðsins og þess bandaríska þar sem hann er fæddur þar. Hann stendur því frammi fyrir því gífurlega erfiða vali að þurfa að velja þar á milli. Fari svo að hann velji að spila fyrir Bandaríska landsliðið, spili einn æfingaleik þá á hann enga möguleika á að spila fyrir Ísland í náinni framtíð þar sem hann á landsleik að baki fyrir hitt landsliðið. Meira »
fös 10.feb 2012 17:20 Magnús Valur Böðvarsson
Fjölgun deilda yrði rétt skref fyrir íslenskan fótbolta Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á morgun laugardag á Hilton hótelinu. Þar verður meðal annars fjallað um tillögu þess að fjölga deildum úr fjórum í fimm.

Það eru Leiknismenn og dótturfélag þeirra KB sem koma með tillöguna og ætla ég að rýna í kosti hennar og helstu rök þess af hverju hún ætti að vera samþykkt. Meira »
lau 04.feb 2012 08:00 Magnús Valur Böðvarsson
Innlit á velli þriggja liða í neðri deildum Englands Hópur af íslenskum golfvalla- og knattspyrnuvallastarfsmönnum hélt nýverið til Englands þar sem farið var á sýningu og ráðstefnu tengda slíkum málum.

Undirritaður var einn af þeim sem var með í för og eyddi tveim síðustu dögum ferðarinnar í að skoða þrjá velli hjá neðrideildarliðum í Englandi. Meira »