Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KDA KDA
 
Björn Már Ólafsson
Björn Már Ólafsson
Laganemi sem twittar um stjórnmál og ítalska knattspyrnu.
mið 22.apr 2020 16:15 Björn Már Ólafsson
Sprungin tuðra á Miðjarðarhafi Pistillinn birtist fyrst á romur.is

Sumarið 2019 ferðaðist ég með kærustunni minni um Sikiley. Ítölsku eyjuna sem líkist helst sprunginni tuðru sem stígvélalaga landið hefur sparkað út á Miðjarðarhaf. Hringferðin hófst og endaði í Palermo – borginni sem í yfir 100 ár hefur hýst lang besta knattspyrnufélag eyjunnar.

En þegar hringferðinni okkar lauk þurfti bæta nýjum kafla við sögubókina um sikileyska knattspyrnu. Því eftir einn hörku knattspyrnuleik í 100 km fjarlægð frá Palermo annars vegar og harða rimmu fyrir dómstólum eyjunnar hins vegar, varð niðurstaðan sú að Palermo var fært niður á botn ítalska deildarkerfisins líkt og hinir knattspyrnurisar eyjunnar, Messina og Catania, á meðan ólíkindafélagið Trapani á tveimur viðburðaríkum vikum varð óvænt fánaberi rauðgula Sikileyjarfánans í ítalska toppfótboltanum. Meira »
fös 18.okt 2019 20:30 Björn Már Ólafsson
Fótbolti og pólitík Þann 14. nóvember mætast Ísland og Tyrkland í mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu og fer leikurinn fram í Istanbúl. Talsverð óvissa ríkir fyrir leikinn þar sem niðurstöðu er að vænta úr rannsókn UEFA á hegðun tyrkneskra landsliðsmanna í síðustu tveimur leikum liðsins þar sem leikmenn hafa fagnað marki að hermannasið og þannig lýst yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir Tyrklands í Sýrlandi sem meðal annars beinast gegn Kúrdum. Meira »
fim 05.júl 2018 17:22 Björn Már Ólafsson
Einu sinni VAR Pistillinn birtist fyrst á romur.is

Myndbandsdómgæsla (e. VAR, video assistant referee) hefur mikið verið milli tannanna á fólki frá því heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst í júní. Meira »
þri 22.maí 2018 17:35 Björn Már Ólafsson
Lið tímabilsins á Ítalíu Björn Már Ólafsson, einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar um ítalska boltann, fékk það verkefni að velja lið ársins í ítölsku A-deildinni Meira »
mið 16.ágú 2017 12:15 Björn Már Ólafsson
Síðasti keisari Rómarveldis Greinin birtist fyrst á Rómur.is

Þann 20. ágúst hefst ítalska deildin á nýjan leik. Sú breyting hefur hins vegar orðið á, að þetta verður í fyrsta skiptið í 25 ár sem Rómverjinn Francesco Totti verður ekki á meðal leikmanna. Meira »
fös 16.jún 2017 10:15 Björn Már Ólafsson
Lið ársins á Ítalíu Björn Már Ólafsson er helsti sérfræðingur Íslands um ítalska boltann


Keppni í ítölsku A-deildinni er lokið þetta árið og því venju samkvæmt kominn tími til að velja lið ársins. Juventus stakk af með titilinn sjötta árið í röð og þar á eftir fylgdu Roma og Napoli eins og svo oft áður undanfarin ár. Uppstillingin verður 4-4-2 í þetta skiptið. Meira »
mið 01.jún 2016 10:45 Björn Már Ólafsson
Lið ársins á Ítalíu Þá er komið að því að setja saman lið ársins í Serie-A. Fimmta tímabilið í röð stakk Juventus af með Lo Scudetto og það þýðir að í fimmta skiptið mun ég fá athugasemdir við að ég sé ekki með allt Juventus-liðið í liði ársins. En sem endranær ætla ég að reyna að hafa þetta fjölbreytt og hafa líka í liðinu leikmenn úr minni liðum sem stóðu uppúr á tímabilinu. Meira »
mán 18.jan 2016 19:40 Björn Már Ólafsson
Hjólreiðamaður í þjálfarahringekju Að margir hafi hnyklað augabrúnirnar þegar tilkynnt var um að Francesco Guidolin hefði tekið við þjálfarastarfinu hjá Swansea er ekki ofsögum sagt. Snöggt innlit á Wikipedia-síðuna hans sýnir þjálfara sem hefur lifað og hrærst í hinni frægu þjálfarahringekju á Ítalíu í mörg ár, hafandi þjálfað alls 14 mismunandi lið á næstum 30 ára ferli sínum. Meira »
þri 15.des 2015 12:25 Björn Már Ólafsson
Undraland Ranieris Gengi Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í ár hefur komið öllum á óvart og nú viku fyrir jól situr félagið á toppi deildarinnar eftir að hafa hrist af sér falldrauginn á síðasta tímabili með stórkostlegum hætti. Ekki einu sinni hörðustu stuðningsmenn félagsins gætu logið að mér að þessi velgengni hafi gert boð á unda sér og kannski er um tímabundinn árangur að ræða. Meira »
mán 02.nóv 2015 10:15 Björn Már Ólafsson
Suðræn sveifla á Ítalíu Í mörg ár hafa liðin á Norður-Ítalíu einokað Ítalíumeistaratitilinn, lo Scudetto. Margs kyns ástæður kunna að liggja að baki þeirri staðreynd en sennilega er sú fyrirferðamesta að Norður-Ítalía er efnahagsmiðstöð landsins þar sem meiri stöðugleiki ríkir heldur en í suðrænni héröðum. Svo mikill munur er á efnahagslegum styrk norðurs og suðurs í landinu að sérstakur stjórnmálaflokkur hefur sprottið upp með það að markmiði að aðskilja þessa tvo landshluta, flokkurinn Lega Nord. Meira »