Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
þri 19.nóv 2024 09:45
Mun vegferð Hareide enda áður en kemur að endakallinum? Það er mikil eftirvænting á leikdegi hér í Cardiff. Wales og Ísland mætast í mikilvægum leik fyrir bæði lið og í gær var búið að selja 27 þúsund miða.

Umræðan í aðdraganda leiksins hefur litast að miklu leyti af óvissunni um framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara Íslands. Meira »
sun 17.nóv 2024 15:15
Reykjandi betlandi börn og hjartalaust lið Íslenska landsliðið, fylgdarlið og fjölmiðlamenn hafa yfirgefið Svartfjallaland, með stigin þrjú í farteskinu, og þessi orð eru skrifuð um borð í flugvél sem er á leið til Cardiff í Wales þar sem framundan er úrslitaleikur á þriðjudag.

Sigurinn gegn Svartfellingum í gær bjó til þennan úrslitaleik. Leikurinn í Niksic var alveg langt frá því að geta talist fallegur en markmiðið að ná í sigurinn náðist, gæðamunurinn kom í ljós á lokakaflanum og sigurinn nærir. Meira »
mið 14.ágú 2024 13:43
Skylda Víkings að vinna og halda uppi heiðrinum í Evrópu Flora Tallinn og Víkingur mætast á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Meira »
lau 08.jún 2024 08:54
Aukaleikarar sem öllum var sama um stálu sýningunni Sumir vinnudagar eru skemmtilegri en aðrir og dagurinn í gær fer svo sannarlega í þann flokk. Það var ekkert eðlilega gaman að vera á Wembley þegar íslenska landsliðið mætti og skemmdi partíið.

Íslandi var boðið að taka þátt í sýningu á 'heimili fótboltans' en öllum var sama um okkur gestina. Flestir áhorfendur voru mættir til að sjá hina gríðarlegu hæfileikaríku sóknarleikmenn Englendinga leika sér að Íslendingum og bjuggust við öruggum sigri.

En partíið var fljótt að súrna og þögn slö á 90 þúsund manna Wembley þegar Jón Dagur Þorsteinsson hafði skorað eftir tólf mínútna leik. Skyndilega var andrúmsloftið á þessum magnaða leikvangi eins og á bókasafninu í Gerðubergi.

Maður horfði á leikinn þróast og var í raun aldrei eitthvað hræddur um Englendingar væru að fara að jafna leikinn. Ekki ósvipuð tilfinningunni sem maður fékk í Hreiðrinu í Nice 2016. Áran var einhvern veginn þannig og ég held að leikmenn hafi líka fundið þessa tilfinningu. Meira »
fös 17.nóv 2023 08:50
Öll púsl þurfa að falla fyrir mars Ísland átti í vök að verjast í Bratislava í gær og mikil vonbrigði hversu miklu betri heimamenn voru í leiknum. Frammistaða Íslands í riðlinum hefur alls ekki verið nægilega góð, og einkennst af miklum óstöðugleika.

Liðinu gengur bölvanlega að tengja saman tvo góða leiki og það er ekki góðs viti fyrir umspilið sem verður að öllum líkindum niðurstaðan í mars. Umspilið eru tveir leikir, stakur undanúrslitaleikur á útivelli og svo úrslitaleikur nokkrum dögum síðar. Meira »
fim 16.nóv 2023 11:40
Þeir svona góðir eða við hinir bara svo slakir? Það er mikil eftirvænting hér í Bratislava fyrir leik kvöldsins, enda geta heimamenn innsiglað sæti á lokakeppni Evrópumótsins og nægir jafntefli til þess.

Slóvakar standa vel að vígi í riðlinum og geta yfir fáu kvartað hingað til. Þó eru sparkspekingar hér í landi alls ekkert vissir um að staðan í riðlinum sýni endilega að lið þeirra sé svona ofboðslega gott. Meira »
fim 26.okt 2023 14:00
Pirringurinn stigmagnast í Vesturbænum 'Hver verður næsti þjálfari KR?' er vinsælasti samkvæmisleikur fótboltaáhugamanna og fjölmiðla um þessar mundir. Á meðan eru stuðningmenn Vesturbæjarstórveldisins margir hverjir reiðir yfir stöðu mála og að félagið hafi orðið ákveðinn skotspónn í umræðunni. Spjót beinast að þeim sem stýra ferðinni og erfitt að sjá hver lendingin verður.

Það var alltaf vitað þegar tilkynnt var að Rúnar Kristinsson yrði látinn stíga frá borði yrðu stórir skór að fylla en pressan sem verður á nýja þjálfaranum gæti orðið af einhverjum öðrum toga en við höfum áður séð í íslenska boltanum.

Fjölmörg nöfn hafa verið orðuð við starfið og leitin hefur dregist á langinn, KR hefur þurft að horfa neðar á listann en félagið vildi og reiknaði með. Menn hafa reynt að horfa út fyrir boxið og erfitt að sjá að úr þessu verði hægt að finna mann sem almenn sátt mun ríkja með hjá stuðningsmönnum.

Það er risastór ákvörðun að láta mann eins og Rúnar fara, andlit félagsins. Mörgum sem voru á því að tími væri til breytinga hefur snúist hugur og fjölgað í þeim hópi sem telja þetta hafa verið stór mistök. Meira »
mán 09.okt 2023 14:30
Gósentíð fyrir unga þjálfara Sjö af tólf félögum sem voru í Bestu deild karla þetta tímabilið eru með aðalþjálfara í dag sem stigu beint upp úr því að vera aðstoðarþjálfarar hjá liðunum. Þetta þykir mér merkileg tala.

Félög eru í ríkari mæli farin að setja traust sitt á unga spennandi þjálfara og stór félög virðast ekki hika við að gefa mönnum traustið þrátt fyrir takmarkaða reynslu að vissu leyti. Meira »
fös 08.sep 2023 12:30
Þurfa að sýna að þeim er alvara Í kvöld fer fram landsleikur Lúxemborgar og Íslands í undankeppni EM. Lúxemborg er sýnd veiði en ekki gefin, klisja sem raunverulega á við í þessu tilfelli.

Ísland hefur sett stefnuna á að komast á EM og þó byrjunin í þessum riðli hafi alls ekki verið góð þá er opinbert markmið enn að komast á EM. Til að eiga möguleika á því í gegnum riðilinn verður að vinnast sigur í kvöld og Age Hareide hefur sagt að auðvitað verði sótt til sigurs.

Tvö efstu liðin komast á EM en ef við náum ekki öðru sætinu eru miklar líkur á því að önnur leið opnist í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Hugsum um það síðar. Meira »
mán 27.mar 2023 08:10
Svekkelsi og suðupunktur Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður talaði beint frá hjartanu í viðtölum eftir 7-0 sigurinn gegn Liechtenstein í gær. Hann vildi lítið ræða skyldusigurinn gegn dvergríkinu, þó miskunnarlaust íslenska liðið hafi svo sannarlega keyrt rækilega á andstæðinga sína.

Þegar talið verður upp úr pokanum í lokin eru allar líkur á því að þessi 7-0 sigur skipti í raun engu máli, þó hann hafi nært sálina í gær. Liechtenstein er það hrikalega lélegt lið að allir keppinautar okkar munu sækja fullt hús gegn því. Meira »