Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 17. febrúar 2015 16:52
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum leikmaður Derby á reynslu hjá Leikni
Michael Hoganson.
Michael Hoganson.
Mynd: Getty Images
Leiknir hefur fengið vinstri bakvörðinn Michael Hoganson á reynslu en hann mun æfa með liðinu næstu dagana.

Hoganson er 21 árs gamall en hann er uppalinn hjá Newcastle United.

Eftir að hafa yfirgefið Newcastle árið 2012 samdi Hoganson við Derby en hann lék fjóra leiki í Championship deildinni tímabilið 2012/2013.

Á síðasta timabili var Hoganson í láni hjá Alfredon Town í ensku utandeildinni í nokkrar vikur en Derby ákvað að endurnýja ekki samninginn við hann síðastliðið sumar.

Leiknir var í síðasta mánuði með vinstri bakvörðinn Charley Fomen á reynslu en ljóst er að Kamerúninn mun ekki koma til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner