Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 02. febrúar 2020 20:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmót kvenna: Tvær þrennur í risasigri Vals
Guðrún Karítas skoraði þrennu.
Guðrún Karítas skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín skoraði einnig þrennu.
Ída Marín skoraði einnig þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 1 - 8 Valur
0-1 Málfríður Anna Eiríksdóttir ('6)
0-2 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('9)
0-3 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('20)
0-4 Hlín Eiríksdóttir ('27)
0-5 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('29)
0-6 Ída Marín Hermannsdóttir ('32)
1-6 Guðný Árnadóttir ('35, sjálfsmark)
1-7 Ída Marín Hermannsdóttir ('58)
1-8 Ída Marín Hermannsdóttir ('79)

Valur lék á als oddi gegn Þrótti R. þegar liðin mættust í Reykjavíkurmóti kvenna í dag. Leikurinn var í Egilshöll.

Málfríður Anna Eiríksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Íslandsmeistarana á sjöttu mínútu. Í kjölfarið skoraði Guðrún Karítas Sigurðardóttir tvö mörk.

Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir kom Val í 4-0 á 27. mínútu og leikurinn svo gott sem búinn. Guðrún Karítas fullkomnaði þrennu sína með fimmta marki Vals þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum.

Ída Marín Hermannsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í leiknum á 32. mínútu áður en Þróttur minnkaði muninn. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Vals, gerði þá sjálfsmark.

Í seinni hálfleiknum bætti Ída Marín við tveimur mörkum og fullkomnaði hún þrennu sína. Lokatölur 8-1 fyrir Val.

Valur er eftir þennan sigur í öðru sæti Reykjavíkurmóts kvenna með níu stig úr fjórum leikjum. Fylkir er á toppnum með fullt hús stiga. Þróttur er í fjórða sæti með þrjú stig, en sex lið taka þátt í mótinu.

Það er ein umferð eftir. Valur leikur við KR í síðasta leik sínum og Þróttur mætir Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner