Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 10. maí 2024 13:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Margeir fer í UCLA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Margeir Hauksson, leikmaður KA, mun ekki klára tímabilið með KA en hann er á leið í háskólanám í Bandaríkjunum í haust.

Sveinn er að hefja nám í UCLA háskólanum í borg englanna. Það er Soccer & Education USA sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

„UCLA spilar í Big 10 í NCAA D1," segir í færslu fyrirtækisins sem hjálpar íþróttamönnum að komast á skólastyrk í Bandaríkjunum. NCAA D1 er sterkasta deildin í háskólaboltanum.

„KA hefur sagt að það muni ekki standa í vegi fyrir strákum sem vilja fara í nám," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, við Fótbolta.net þegar spurt var út í mögulegt háskólanám Sveins vestanhafs.

Sveinn er að fara í meistaranám í fjármálaverkfræði. Hann er 22 ára miðjumaður sem getur einnig spilað á kantinum og í fremstu línu.

Hann er Dalvíkingur sem samdi við KA um mitt sumar 2019 en kláraði tímabilið með Dalvík/Reyni áður en hann skipti alfarið yfir. Hann á að baki ríflega 100 keppnisleiki fyrir KA og hefur í þeim skorað 14 mörk.
   05.02.2024 16:38
„Mér finnst hann eiginlega vera að kasta inn handklæðinu"


Athugasemdir
banner