Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 02. maí 2020 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Sky Sports 
Ætti Liverpool að selja Salah?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hvernig getur Liverpool orðið betra? Það er ekki auðvelt, liðið hefur verið langbest í deildinni og var á góðri leið með að bæta stigametið í henni. Adam Bate veltir þessu fyrir sér í hugleiðingum sínum, á Sky Sports um Mo Salah, framherja Liverpool.

Timo Werner, 24 ára sóknarmaður RB Leipzig, hefur mikið verið orðaður við Liverpool. Hann getur spilað í öllum þremur fremstu stöðunum þó svo að hann henti best fyrir miðju. Hver gæti dottið út ef Werner kemur til Liverpool?

Þrátt fyrir mikinn markafjölda þá gæti Mo Salah verið sá ef stuðningsmenn fengju að velja. Þá eru það sumir sem væru jafnvel til í að selja Salah ef Jadon Sancho. tvítugur vængmaður Dortmund, yrði keyptur. Jamie Carragher vakti athygli á þessu fyrr í vetur:

„Mín skoðun er að Salah er álitinn í heimsklassa af þeim sem horfa á leikinn og eru ekki stuðningsmenn Liverpool. Ef þú svo spyrð Liverpool stuðnngsmenn þá segja þeir allir nei ef það ætti að selja hinar stjörnur liðsins. 130 milljónir punda fyrir Salah væri safaríkt fyrir þá en Alisson eða Virgil van Dijk á sömu upphæð væri aldrei möguleiki. Þess vegna finnst mér Salah vera vanmetinn hjá stuðningsmönnum Liverpool."

Salah verður 28 ára gamall í júní, þá verða allir í framlínunni 28 ára. Allir af þeim geta sagst vera á hápunkti ferilsins en það er hluti vandamálsins. Það er áhætta í því að þessir þrír verði gamlir saman í framlínunni ef Klopp kemur ekki með ferska vinda í sóknarlínuna.

Fyrir þrjátíu árum vann Liverpool síðast deildina og í kjölfarið kom niðursveifla og ástæðan er sú að liðið var ekki endurnýjað og kostaði það félagið. „Þegar þú ert á toppnum verður þú að passa upp á að þú haldir áfram þínum yfirburðum með því að taka inn nýja leikmenn," sagði Roy Evans, fyrrum leikmaður Liverpool.

Aftur að Salah, hann getur enn bætt ákvörðunartöku sína og hann getur verið stöðugri. Hann var nýlega mældur sem einn af sjö hröðustu leikmönnum í Evrópu en hann gæti misst hraðann með aldrinum. Hann gæti aðlagað leik sinn eins og Cristiano Ronaldo gerði og það er öruggt að hann verður að gera það.

Sprettum Salah hefur fækkað, tölfræðin sýnir að hann tekur færri menn á heldur en fyrstu tvö árin hjá Liverpool. Ronaldo fór úr því að vera leikmaður sem tók alla leikmenn á og hljóp framhjá þeim í að vera kraftframherji sem nýtti sér gáfur sínar, skallatækni og getur klárað færi eins og fáir aðrir geta.

Hvernig leikmaður vill Salah verða eftir tvö ár? Klopp er byrjaður að færa hann oftar nær markinu heldur hann gerði til að byrja með til að hámarka styrkleika Salah. Þar þarf hann ekki að sinna sömu varnarskyldum og hann þarf á vængnum. Ætti Liverpool að selja Salah? Líklegast ekki en það má búast við því að hann haldi áfram að þróast í þá átt að hann verði nær marki andstæðinganna.

Liverpool má því ekki hætta að leita að þeim leikmanni sem getur gert það sem Salah gerði undanfarin þrjú tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner