Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 02. júní 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City kaupir 13 ára strák frá Stevenage (Staðfest)
Drake og Willian í tónlistarmyndbandinu.
Drake og Willian í tónlistarmyndbandinu.
Mynd: Youtube myndband
Manchester City er búið að tryggja sér hinn 13 ára gamla Leke Drake sem kemur frá D-deildarliði Stevenage. Drake vann sér það til frægðar sumarið 2018 að vera partur af opinberu tónlistarmyndbandi fyrir HM sem var haldið í Rússlandi.

Englandsmeistararnir eru taldir greiða 400 þúsund pund fyrir Drake og hefur sú upphæð vakið athygli. Stjórnendur Stevenage eru himinlifandi enda getur slík upphæð hjálpað gífurlega mikið í rekstri félagsins.

Hinn bráðefnilegi Drake mun flytja til Manchester í sumar en það voru fleiri úrvalsdeildarfélög sem sýndu honum áhuga.

Stjórn Stevenage er himinlifandi með félagaskiptin og tækifærið sem táningurinn fær í Manchester. Þar mun Drake æfa við bestu mögulegu aðstæður til að reyna að ná því besta úr sjálfum sér.

Stevenage endaði í 14. sæti D-deildarinnar á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner