Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 03. janúar 2019 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu tæklingu Kompany - Drullaði svo yfir Salah
Mynd: Getty Images
Tækling Vincent Kompany í fyrri hálfleik í leik Manchester City og Liverpool vakti mikla athygli.

Kompany fór af krafti í Mohamed Salah. Stuðningsmenn Liverpool vildu sjá rautt spjald og það vildi Jurgen Klopp líka.

„Ég kann mjög vel við Vincent Kompany en hvernig í ósköpunum var þetta ekki rautt spjald? Hann er aftasti maður og fer af krafti í þessa tæklingu. Ef hann fer meira í Mo, þá væri hann frá út tímabilið," sagði Klopp eftir leikinn.

Kompany var sjálfur á öðru máli.

Eftir að hafa tæklað Salah fór Kompany upp að honum og lét hann heyra það. Hann kallaði hann „ræfil" (e. pussy).

Ef dómarinn hefði rifið upp rauða spjaldið þá hefði það klárlega breytt leiknum.

Smelltu hér til að dæma um atvikið.



Athugasemdir
banner
banner
banner