Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 03. júní 2021 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Þýskaland mætir Portúgal í úrslitaleiknum
Wirtz gerði bæði mörk Þjóðverja. Mjög efnilegur leikmaður!
Wirtz gerði bæði mörk Þjóðverja. Mjög efnilegur leikmaður!
Mynd: Getty Images
Holland 1 - 2 Þýskaland
0-1 Florian Wirtz ('1)
0-2 Florian Wirtz ('8)
1-2 Perr Schuurs ('67)

Það verða Þýskaland og Portúgal sem mætast í úrslitaleiknum á Evrópumóti U21 landsliða.

Þýskaland byrjaði frábærlega gegn Hollandi í kvöld og þeir komust yfir eftir rúmlega hálfa mínútu. Florian Wirtz, sem sló í gegn með Bayer Leverkusen í vetur, skoraði markið.

Wirtz skoraði svo aftur á áttundu mínútu og brekkan brött fyrir Hollendinga.

Staðan var 0-2 í hálfleik en um miðbik seinni hálfleik minnkaði varnarmaðurinn Perr Schuurs muninn fyrir Holland. Þýska stálið hélt út og landaði sigri.

Portúgal vann 0-1 sigur á Spáni fyrr í dag og það verða því Þýskaland og Portúgal sem mætast í sjálfum úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner