Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 06. janúar 2019 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho í vandræðum hjá Barcelona
Það er ár síðan Coutinho gekk í raðir Barcelona.
Það er ár síðan Coutinho gekk í raðir Barcelona.
Mynd: Getty Images
Það er liðið ár síðan Philippe Coutinho var keyptur til Barcelona frá Liverpool fyrir 160 milljónir evra. Hann er þriðji dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Kylian Mbappe og Neymar, leikmönnum Paris Saint-Germain.

En hann hefur ekki alveg staðist væntingar hjá Barcelona.

Skrifað er um Brasilíumanninn hjá spænska dagblaðinu Sport í dag. „Ef það er einhver leikmaður hjá Barcelona sem þarf að hefja nýja árið með hvelli, þá er það Philippe Coutinho," er skrifað um Coutinho.

Hann hefur aðeins byrjað einn af síðustu fimm leikjum Barcelona og virðist vera búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu til Ousmane Dembele.

„Hvað gerðist við Coutinho?" skrifar blaðamaðurinn Sergi Capdevila sem segir að Coutinho hafi sýnt alltof lítinn stöðugleika.

Á meðan Coutinho er í vandræðum er allt í blóma hjá hans fyrrum félagi, Liverpool.

Coutinho þarf að fara að standa undir verðmiðanum en Barcelona á leik í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, á útivelli gegn Getafe.


Athugasemdir
banner
banner