Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 06. nóvember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breytingar á leikmannahópi Vestra
Hammed Lawal framlendi samning sinn.
Hammed Lawal framlendi samning sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vinstri bakvörðurinn Hammed Lawal hefur framlengt samning sinn við Vestra.

Hammed, sem kemur frá Englandi og er 23 ára gamall, hefur leikið með Vestra undanfarin þrjú tímabil og mun spila fjórða tímabilið sitt með Vestra í Inkasso-deildinni.

Vestri komst upp úr Inkasso-deildinni síðastliðið sumar og Hammed spilaði 18 af 22 leikjum liðsins.

„Hammed átti virkilega gott sumar með Vestra og er hann sterkur bæði varnarlega og sóknarlega og er því gríðarlega mikilvægur fyrir baráttuna í Inkasso deildinni næsta sumar," sagði í tilkynningu Vestra.

Breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vestra fyrir næsta tímabil. Þórður Gunnar Hafþórsson, Josh Signey, Páll Sindri Einarsson og Hákon Ingi Einarsson hafa allir yfirgefið félagið.

„Vestri þakkar þeim öllum kærlega fyrir framlag sitt fyrir félagið og óskar þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni og hjá nýjum félögum," segja Vestramenn.
Athugasemdir
banner
banner