Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 07. nóvember 2020 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti: Koma alltaf upp erfiðleikar á hverju tímabili
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, var svekktur eftir 3-1 tap gegn Manchester United í dag.

Everton átti möguleika á að komast á toppinn með sigri, en liðið hefur núna tapað þremur leikjum í röð.

„Vandamálið var það að eftir að við skoruðum þá tókst okkur ekki að verjast vel, og þeir nýttu sér það. Þeim tókst að skora auðveldlega," sagði Ancelotti við BT Sport.

„Við töluðum um að verjast vel fyrir leik og við vörðumst ekki nægilega vel. Við vorum hægir til baka og við verðum að bæta okkur."

„Ég vona að við komum sterkari til baka eftir landsleikjahléið. Það er ekki bara vandamál með varnarmenn, það er allt liðið."

„Ég veit hvernig á að stýra liði í gegnum erfiðleika, það verða alltaf erfiðleikar á hverju tímabili. Við getum byrjað upp á nýtt eftir hléið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner