Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 08. október 2021 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári um Elías: Við treystum honum fullkomlega
Icelandair
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, spjallaði við RÚV fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM í kvöld.

„Við erum mjög spenntir að sjá þetta byrjunarlið takast á við þennan leik," sagði Eiður Smári, en hægt er að sjá byrjunarlið Íslands með því að smella hérna.

„Elías kemur inn í sínum fyrsta landsleik. Við treystum honum fullkomlega. Við berum fullt traust til allra sem eru inn á."

Eiður var spurður að því af hverju Elías byrjar þennan leik frekar en Rúnar Alex Rúnarsson. „Rúnar Alex fer yfir til Belgíu og hefur ekki spilað enn. Elías hefur staðið sig frábærlega hjá sínu félagsliði. Það er samkeppni um þessa stöðu. Hannes er farinn. Þessi staða var upptekin í tíu ár en núna losnar þessi staða. Allir þessir markverðir munu fá sín tækifæri."

„Elías er risastór. Hann er með frábært 'hand-eye coordination' og mikla nærveru í teignum. Rúnar Alex og Patti hafa kannski fótavinnuna fram yfir Elías, en það er ekki það slæmt að það hætti að há honum eitthvað."

Ísland tapaði 2-0 gegn Armeníu ytra. „Það voru nokkur atriði sem voru ekki nægilega góð hjá okkur í þeim leik. Þróunin á liðinu taktískt séð er orðin mun betri. Menn eru farnir að skilja hlutverkin betur þó mikla mannabreytingar séu frá því í mars. Það er kominn tími á að liðið sýni góða frammistöðu og sýni að við séum að taka skref í rétta átt."

„Við gerum ekki kröfu á þrjú stig en við förum í alla leiki til að vinna. Með okkar eðli, vinnusemi og ef við sýnum góða frammistöðu, þá fylgja úrslitin," sagði Eiður Smári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner